Fylgigögn með umsókn | Háskóli Íslands Skip to main content

Fylgigögn með umsókn

Upplýsingar og rafræn fylgigögn sem óskað er eftir að fylgi umsókn í MS nám í hagnýtri sálfræði:

 • Ferilsskrá (CV)
 • Greinargerð um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi, hámark ein bls. Í greinargerðinni þarf að taka fram hvort verið er að sækja um klíníska sálfræði fullorðinna eða klíníska barnasálfræði.
 • Prófskírteini/námsyfirlit
  • Þeir sem ekki hafa lokið grunnnámi hjá Háskóla Íslands (HÍ) þurfa að skila staðfestum afritum á pappír af öllum prófskírteinum, eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsóknarfresti lýkur. Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 eða eru að ljúka grunnnámi þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. 
 • Meðmælendur
  • Nöfn og netföng tveggja meðmælenda. Þessar upplýsingar þarf að slá inn í þar til gerða reiti í umsókninni. Heppilegt er að meðmælendur séu núverandi eða fyrrverandi kennarar í háskólanámi eða yfirmenn á vinnustað. Meðmælendur ættu ekki að vera fjölskyldumeðlimir eða nánir vinir umsækjanda.
 • Meðmælabréf 
  • Meðmælabréf um umsækjanda um meistaranám í sálfræði við Háskóla Íslands er hægt að skila inn á eftirfarandi eyðublaði: Eyðublað fyrir meðmælendur Það má einnig skrifa hefðbundið meðmælabréf. Umsækjandi í meistaranám sem brautskráður er úr grunnnámi í sömu deild við HÍ þarf ekki að skila meðmælabréfum frá kennurum í Sálfræðideild. Öll meðmælabréf eiga að berast á PDF formi með tölvupósti frá netfangi meðmælanda til umsokn@hi.is
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.