
Lyfjafræðideild er til húsa í Haga við Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík.
Þar má finna skrifstofu deildarinnar, skrifstofur fastra kennara og doktorsnema og Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.
Námsaðstaða
Nemendur hafa aðstöðu á 1. hæð hússins þar sem þeir hafa aðgang að lesrými og tölvuveri, auk eldhúss og sjoppu. Nemendur hafa alla jafna aðgang að námsaðstöðu í Haga fram á kvöld.
Nemendur hafa einnig aðgang að almennum lesrýmum og tölvuverum víða á háskólasvæðinu. Veitingasala fer fram í flestum byggingum háskólans. Í Hámu er boðið upp á heitan rétt dagsins í hádeginu virka daga.
Kennsluaðstaða
Kennsla fer að mestu fram í Haga en nemendur á fyrsta og öðru námsári sækja einnig tíma með nemendum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og fer sú kennsla fram víða á háskólasvæðinu.
Í Haga eru tvær kennslustofur og þrjár rannsóknastofur fyrir verklega kennslu, auk smærri rannsóknarstofa þar sem kennarar og framhaldsnemar vinna verkefni sín.
Á þriðju hæð í Haga er fundarherbergi deildarinnar, sem stundum er nýtt til kennslu, auk þess sem þar eru haldnir fundir á vegum deildarinnar og/eða starfsmanna hennar.