Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

BS-nám í lífeindafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180 eininga nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í lífeindafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem lífeindafræðingur eða aðgang að meistaranámi.

Lífeindafræðingar fást við rannsóknir á lífsýnum í þeim tilgangi að greina sjúkdóma, finna meðferðarmöguleika og stuðla að framförum í læknavísindum. Mikilvægi náms í lífeindafræði liggur í þekkingu sem stuðlar að öruggri greiningu, meðferð og forvörnum gegn sjúkdómum. 

Skipulag námsins

Fyrsta námsárið samanstendur af grunnfögum með áherslu á almenna þekkingu á mannslíkamanum og efnafræði hans. Seinni tvö árin er áhersla lögð á sjúkdóma- og aðferðafræði aðalgreina lífeindafræðinnar:

  • blóðmeinafræði
  • klíníska lífefnafræði
  • líffærameinafræði
  • sýklafræði

Af öðrum fögum má nefna ónæmisfræði, erfðafræði, blóðbankafræði og klíníska lífeðlisfræði. Fjölbreyttum kennsluaðferðum er beitt og mikil áhersla lögð á verklega þáttinn. Nemendur leysa verkefni bæði í hóp og sjálfstætt, kynna sér efni nýjustu rannsóknagreina og fá að spreyta sig á raunverulegum sjúkdómstilfellum.

Starfsréttindi

BS-próf í lífeindafræði að viðbættu eins árs 60 eininga framhaldsnámi (diplóma) í lífeindafræði veitir starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Námið tekur því fjögur ár og er diplómanámið jafnframt fyrsta árið í meistaranámi.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.