Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Nám í sjúkraþjálfun skiptist í 3ja ára BS-nám í sjúkraþjálfunarfræðum og 2ja ára MS-nám í sjúkraþjálfun. Þeir sem lokið hafa MS-náminu öðlast réttindi til að sækja um starfsleyfi sem sjúkraþjálfarar hér á landi.

BS-nám í sjúkraþjálfunarfræðum er 180e fræðilegt og verklegt grunnnám. Í náminu er lögð er áhersla á fagmennsku, fræðimennsku og vísindaleg vinnubrögð. Fræðilegur grunnur námsleiðarinnar byggir einkum á kenningum um hreyfistjórn og hreyfinám sem og hugmyndafræði alþjóðlegs flokkunarkerfis um færni, fötlun og heilsu (ICF), sem er nauðsynlegur grunnur fyrir meistaranám í sjúkraþjálfun. 

Hvað er sjúkraþjálfun?

Sjúkraþjálfun er sú þjónusta, meðferð og heilsuvernd sem veitt er af sjúkraþjálfurum. Fagið byggir á fræðilegum og vísindalegum grunni þar sem lykilhugtökin eru hreyfing (movement) og færni (functioning) frá vöggu til grafar.

Sjúkraþjálfarar greina orsakir hreyfitruflana og færniskerðinga og veita meðferð sem byggir á greiningunni. Þar að auki fást sjúkraþjálfarar við að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma, öldrunar, lífsstíls og umhverfisþátta sem geta truflað hreyfingu og raskað lífi einstaklingsins.

Markmið sjúkraþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri og andlegri færni og heilsu og stuðla þannig að bættum lífsgæðum og virkri þátttöku í síbreytilegu samfélagi. 

Inntökupróf

Fjöldi nemenda í námið er takmarkaður með inntökuprófi. Á hverju ári eru 35 nemendur teknir inn í námið. Inntökupróf fer fram í byrjun sumars ár hvert og er það sameiginlegt með læknisfræði. Nánari upplýsingar um inntökuprófið. 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.