Skip to main content

Um MS-nám í sjúkraþjálfun

Um MS-nám í sjúkraþjálfun  - á vefsíðu Háskóla Íslands

MS-nám í sjúkraþjálfun er fræðilegt og klínískt framhaldsnám til tveggja ára nám og 120 eininga. Það byggist á klínísku námi og rannsóknum tengdum sjúkraþjálfun.

MS-nám í sjúkraþjálfun er tvíþætt. Annars vegar byggist það á klínískum námsgreinum og námi á hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum á Íslandi og víðar. Áhersla er lögð á þjálfun í klínískri rökhugsun og ákvarðanatöku, gagnreyndum vinnubrögðum, greiningu og meðferð á öllum sviðum sjúkraþjálfunar.

Hins vegar er lögð áhersla á grunn- og hagnýtar rannsóknir á sviði sjúkraþjálfunar. Að loknu námi eru einstaklingar færir um að veita hvers konar sjúkraþjálfun með eða án tilvísunar frá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, auk þess sem námið veitir góðan undirbúning fyrir doktorsnám. Námsbraut í sjúkraþjálfun stendur fyrir rannsóknatengdu doktorsnámi í heilbrigðisvísindum í samvinnu við Læknadeild. Einnig er námsbrautin í samvinnu um framhaldsnám við önnur fræðasvið HÍ og aðra háskóla.

Við útskrift hafa sjúkraþjálfarar víðtæka þekkingu, leikni og hæfni á sviði sjúkraþjálfunar og geta sótt um starfsleyfi sem sjúkraþjálfarar til Landlæknis.

Tengt efni