Aðstaða fyrir nemendur | Háskóli Íslands Skip to main content

Aðstaða fyrir nemendur

Námsbrautir í geislafræði og lífeindafræði eru með aðstöðu í byggingunni Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík. Þar eru kennslustofur, skrifstofur kennara og námsbrauta.

Kennsluaðstaða

Bókleg kennsla fer að mestu fram í Stapa. Hefðbundnar kennslustofur eru á 1. og 2. hæð hússins. Verkleg kennsla í lífeindafræði fer fram í tvískiptum kennslustofum á 2. hæð. Í fremi hluta þeirra er aðstaða til almennrara kennslu en í aftari hlutanum er vel útbúin verkkennslustofa. Klínísk kennsla og starfsþjálfun fer fram á ýmsum heilbrigðisstofnunum.

Lesrými og tölvuver

Nemendur í geisla- og lífeindafræði geta nýtt sér lesrými og tölvuver víðsvegar um háskólasvæðið, meðal annars á Háskólatorgi sem er örstutt frá. 

Kaffiaðstaða 

Í Stapa er ekki veitingasala. Félagsstofnun stúdenta rekur veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Háskólabíói og Árnagarði. Einnig er Háma heimshorn í Tæknigarði og kaffistofur stúdenta í Eirbergi, Læknagarði, Odda og Öskju. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.