Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Námi í ljósmóðurfræði lýkur með meistaragráðu til starfsréttinda.  Inntökuskilyrði eru BS próf í hjúkrunarfræði og hjúkrunarleyfi á Íslandi, og að auki tvö forkröfunámskeið sem kennd eru á 4. ári grunnnáms í hjúkrunarfræði.

Breytt námsskráNámið skiptist í 63 eininga fræðilegt nám, með 30 eininga meistaraverkefni, og starfsþjálfun (u.þ.b. 1600 stundir) sem metin er til 57 eininga. Ásamt bóklegri kennslu er byggt á gagnreyndri þekkingu í starfsþjálfun með klínískum fræðilegum verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum. Klínísk starfsþjálfun fer fram á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofu og í heimahúsum.

Á seinna námsári vinna nemendur meistaraverkefni sín þar sem leitast er við að gefa þeim tækifæri til að efla þekkingu sína á ákveðnum sérsviðum ljósmóðurfræðinnar.  

Fjöldatakmörkun er í námið. 12 nemendur eru teknir inn á ári. 


Breytt námsskrá

Til að geta sótt um nám í ljósmóðurfræði samkvæmt breyttri námsskrá (skólaárið 2019 - 2020) munu umsækjendur þurfa að hafa lokið tveimur námskeiðum sem flokkast undir valnámskeið á 4. ári grunnnáms í hjúkrunarfræði.

Námskeiðin eru:

  • HJÚ712G Kynheilbrigði (6 ECTS) og
  • HJÚ815G Konur, heilsa og samfélag (10 ECTS)

Námskeiðin voru kennd í fyrsta sinn innan Hjúkrunarfræðideildar á skólaárinu 2018-2019.  Gert er ráð fyrir að nemendur í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri geti sótt um aðgang og verið gestanemendur í námskeiðunum. Námskeiðin eru einnig í boði fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.