Skip to main content

Um MS nám í ljósmóðurfræði

Um MS nám í ljósmóðurfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

MS nám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda skiptist í 65 eininga fræðilegt nám, með 30 eininga meistaraverkefni, og starfsþjálfun (u.þ.b. 1600 stundir) sem metin er til 55 eininga. Ásamt bóklegri kennslu er byggt á gagnreyndri þekkingu í starfsþjálfun með klínískum fræðilegum verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum. Klínísk starfsþjálfun fer fram á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofu og í heimahúsum.

Á seinna námsári vinna nemendur meistaraverkefni sín þar sem leitast er við að gefa þeim tækifæri til að efla þekkingu sína á ákveðnum sérsviðum ljósmóðurfræðinnar.  

Námi í ljósmóðurfræði lýkur með meistaragráðu til starfsréttinda. 

Inntökuskilyrði eru BS próf í hjúkrunarfræði og hjúkrunarleyfi á Íslandi, og að auki tvö forkröfunámskeið sem kennd eru á 4. ári grunnnáms í hjúkrunarfræði.

Námskeiðin eru:

Námskeiðin voru kennd í fyrsta sinn innan Hjúkrunarfræðideildar á skólaárinu 2018-2019.  Nemendur í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri geta sótt um aðgang og verið gestanemendur í námskeiðunum. Forkröfunámskeiðin standa útskrifuðum hjúkrunarfræðingum einnig til boða á sérstakri forkröfunámsleið. Umsóknarfrestur í forkröfunámsleiðina er til 30. nóvember.

Fjöldatakmörkun er í námið. 14 nemendur eru teknir inn á ári. 

Ath. Með breyttri námsskrá í ljósmóðurfræði haustið 2019 var námsleiðin kandídatsnám í ljósmóðurfræði felld niður. Í staðinn lýkur námi í ljósmóðurfræði með meistaragráðu til starfsréttinda.

Tengt efni