Færnisetur | Háskóli Íslands Skip to main content

Færnisetur

Nýtt og endurbætt Færnisetur var opnað í Eirbergi haustið 2017. Færnisetrið er um 300 m2 að stærð og útbúið fullkomnum tækjabúnaði, meðal annars tölvustýrðum sýndarsjúklingum, fjölda hlutherma auk margvíslegra möguleika til gagnvirkrar kennslu með nýjustu tækni.

Markmiðið með starfsemi Færnisetursins er að nemendur í heilbrigðisvísindum fái kennslu og þjálfun í flestu því er snýr að meðferð sjúklinga. Í Færnisetrinu er kennt í öruggum aðstæðum og hægt að endurtaka viðfangsefni eins oft og þörf krefur. Þar er líkt eftir raunverulegum aðstæðum og nemendur undirbúnir eins vel kostur er fyrir störf á heilbrigðisstofnunum. Til að mynda er hægt að kenna og þjálfa viðbrögð við sjaldgæfum aðstæðum og aðstæðum þar sem um líf er að tefla og þannig efla öryggi sjúklinga.

Færnisetrið er staðsett á 2. hæð og í kjallara Eirbergs, húsakynnum Hjúkrunarfræðideildar við Eiríksgötu 34. 

Hægt er að fá aðstöðu Færnisetursins leigða.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Lilja Lorange, verkefnastjóri Færnisetursins.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.