Viðburðir | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðburðir

Heilbrigðisvísindasvið stendur fyrir fjölda viðburða fyrir starfsfólk, nemendur, samstarfsaðila og almenning. Þar ber hæst að nefna ráðstefnuna í líf- og heilbrigðisvísindum sem fram fer annað hvert ár. 

Upplýsingar um hvaða viðburðir eru á döfinni á Heilbrigðisvísindasviðið hverju sinni má finna í viðburðadagatali Háskólans

Kynning nýrra prófessora

Á Heilbrigðisvísindasviði er haldið upp á framgang eða ráðningu nýrra prófessora með sérstökum kynningarfyrirlestri. Dagskráin fer þannig fram að forseti Heilbrigðisvísindasviðs byrjar á stuttu yfirliti yfir bakgrunn viðkomandi prófessors. Prófessorinn tekur svo við og flytur erindi um helstu störf sín og framtíðarsýn í kennslu og rannsóknum. Boðið er upp á léttar veitingar í lok dagskrár og þá gefst tækifæri til þess að spjalla og gleðjast með hinum nýja prófessor.

Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á nýjum prófessorum, að auka tengsl og samstarf innan skólans og að hefja prófessorsstarfið til vegsemda.

Nýsköpunarráðstefna

Heilbrigðisvísindasvið hefur í þrígang staðið fyrir ráðstefnu sem er tileinkuð nýsköpun í heilbrigðisvísindum. Þar gefst vísindafólki innan Háskólans og utan tækifæri til þess að hittast og kynna verkefni sín. Ráðstefnan hefur verið opin öllum og ókeypis. Hún fór síðast fram haustið 2017. 

Ráðstefna í líf- og heilbrigðisvísindum

Heilbrigðisvísindasvið stendur fyrir ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum annað hvert ár. Ráðstefnunni er ætlað að miðla því sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum hverju sinni og stuðla að þverfræðilegu samstarfi.

Á ráðstefnunni hefur farið fram kynning á allt að 300 rannsóknum sem ná yfir flest fræðasvið líf- og heilbrigðisvísinda. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. 

Sjá nánar á vefsíðu ráðstefnunnar. 

Aðrir viðburðir

Á Heilbrigðisvísindasviði eru fjöldi tilfallandi viðburða, svo sem fyrirlestrar, málþing og vinnustofur. Sviðið tekur einnig þátt í miðlægum viðburðum í Háskóla Íslands, svo sem Háskóladegi, Háskóla unga fólksins, Háskólahermi, Hátíð brautskráðra doktora o.s.frv. Deildir Heilbrigðisvísindasviðs standa einnig fyrir eigin viðburðum.  

Upplýsingar um hvaða viðburðir eru á döfinni á Heilbrigðisvísindasviðið hverju sinni má finna í viðburðadagatali Háskólans

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.