Móttaka nýnema á Heilbrigðisvísindasviði | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema á Heilbrigðisvísindasviði

““

Velkomin á Heilbrigðisvísindasvið. Við tökum á móti nýnemum með sameiginlegum nýnemadegi fyrir allt sviðið sem endar með gleði í boði nemendafélaganna. Við boðum nýnema einnig á kynningarfund hjá sinni deild. Skyldumæting er á báða viðburði. 

Nýnemadagur Heilbrigðisvísindasviðs 2020

Sameiginleg móttaka nýnema á Heilbrigðisvísindasviði fer fram fimmtudaginn 3. sept kl. 14:00 - 16:00 í stóra salnum í Háskólabíó. Þar verða mikilvægar kynningar á starfsemi sviðsins, til dæmis:

  • Hvaða námsbrautir eru í boði og hverjir standa að baki þeim?
  • Hvað er líkt og ólíkt með náminu á sviðinu?
  • Hvaða nemendafélög eru starfandi?
  • Hvaða þjónusta er í boði fyrir nýnema?
  • Hvað er Sviðsráð nemenda?

Eftir kynninguna verður skemmtidagskrá í boði nemendafélaganna. Takið tímann frá og fylgist með á Facebook!

Kynningarfundir deilda

Nýnemar eru einnig boðaðir á kynningarfundi hjá sinni deild eða námsbraut. Þar eru veittar mikilvægar upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum. Hér er yfirlit yfir kynningarfundi fyrir nýnema á sviðinu eftir námsleiðum: 


Nýnemadagar HÍ

Á haustin eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands. Þá fer fram kynning á þeirri þjónustu sem veitt er í Háskólanum og margir skemmtilegir viðburðir eiga sér stað. Dagskráin fer að mestu fram á Háskólatorgi og allir nýnemar við skólann eru velkomnir. Sjá nánar á upplýsingasíðu fyrir nýnema í HÍ.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.