Covid-19 og kennsla á Heilbrigðisvísindasviði | Háskóli Íslands Skip to main content

Covid-19 og kennsla á Heilbrigðisvísindasviði

Uppfært 22. mars 2020. Vinsamlega lesið allt sem hér kemur fram.

1. Hvernig er klínískri kennslu háttað á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands?
•    Klínísk kennsla sem fram fer innan heilbrigðisþjónustunnar heldur áfram eins og áætlað hefur verið en með breyttu starfslagi í samræmi við aðstæður í samfélaginu og á  hverri starfseiningu. Þetta krefst góðs samstarfs og reglulegra samtala og stöðugrar endurskoðunar milli okkar og heilbrigðisþjónustunnar. Breytingar á náminu eru á ábyrgð deildarforseta, námsbrautarstjóra og sviðsforseta sem geta sett framkvæmd í hendur umsjónarkennara og kennslustjóra. 

Starfslag er nú eftirfarandi: 

•    Nýta vel námstíma á hverri starfseiningu (m.a. sjúkradeild) og draga úr flutningi nema milli deilda eftir því sem hægt er. Þetta er gert til að fækka einstaklingum sem  hver og einn hefur samneyti við. Jafnhliða þarf að huga að því að nýta vel öll námstækifæri á hverri starfseiningu.

•    Ef nemandi er ráðinn sem starfskraftur á starfseiningu innan heilbrigðisþjónustunnar er æskilegt að kanna hvort sá sami staður nýtist til náms. 

•    Deildarforsetar og námsbrautarstjórar hafa umboð til að breyta verknámi og aðlaga það að þeim aðstæðum sem kunna að þróast og ekki er hægt að sjá fyrir nú. Deildarforsetar og námsbrautarstjórar geta í einhverjum tilvikum beðið umsjónarkennara/sérfræðikennara að sjá um þetta. Allar breytingar skulu skráðar.

•    Fylgja á ítrustu sóttvörnum og umgengnisreglum. Sjá hér. 
•    Þær reglur sem gilda um umgengni á samstarfsstofnunum okkar,sjúkrahúsum og heilsugæslu, gilda einnig fyrir nemendur.

https://www.landspitali.is/um-landspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2020/03/21/Fra-vidbragdsstjorn-og-farsottanefnd-21.-mars-2020/

https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Visindi-og-menntun/Sykingavarnir/Koronuveiran-Novel-(2019-nCoV)/covid19_thungadir_starfsmenn_landspitali.i_mars_2020.pdf

2. Hvað gerist ef deild eða stofnun í heilbrigðisþjónustu lokar eða getur ekki sinnt nemendum?
•    Ef starfseining (m.a. sjúkradeild) á stofnun sem sinnir heilbrigðisþjónustu getur af einhverjum ástæðum ekki tekið á móti nemendum eins og áætlað hefur verið er  tekið tillit til þess og nemendur mæta þá ekki.  
•    Almennt hefur hingað til gilt að nemendurnir séu ekki ráðnir á sama stað sem starfskraftur.

•    Þessu er nú breytt í ákveðnum tilfellum vegna þeirra einstöku og erfiðu aðstæðna sem uppi eru og í sumum tilfellum geta nemendur aðstoðað í neyð sem starfskraftur. 

•    Fylgja á ítrustu sóttvörnum og umgengnisreglum. Sjá hér.

•    Leitast verður við að leysa hvernig verknám, sem kann að falla niður, geti farið fram síðar á vormisseri 2020 eða í upphafi haustmisseris 2020.

3. Hvers vegna er klínískri kennslu ekki hætt?
•    Með hag nemenda og heilbrigðisþjónustu í huga heldur klínísk kennsla áfram með það að markmiði að brautskráningar dragist ekki úr hófi. 
•    Fylgja á ítrustu sóttvörnum og umgengnisreglum. Sjá hér. 
•    Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að erfiðar aðstæður í heilbrigðisþjónustu eru einnig mikilvæg námstækifæri fyrir nemendur.
•    Eins má ekki gleyma að sömu nemendur verða í starfi víða á Landspítala, innan heilsugæslu og á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum í sumar – og eru sumir nemendur þegar starfandi þar á vöktum. 

4. Hvað með verklega kennslu sem fer fram í byggingum Háskóla Íslands?
•    Kennsla í húsakynnum Háskóla Íslands leggst af á meðan samkomubannið varir og að jafnaði fellur verkleg kennsla niður.
•    Fyrirkomulagi verklegrar kennslu og starfsnáms verður þó þannig háttað að nemendur geta haldið áfram námi og stefnt að því að brautskráningar geti orðið eins og áætlað var á vori 2020.
•    Fylgja á ítrustu sóttvörnum og umgengnisreglum. Sjá hér.

5. Hvar má finna upplýsingar um sérstök námsskeið?
•    Byrjið á að skoða Uglusíðu námsskeiðsins
•    Athugið hvort kennari hefur haft samband við nemendur á annan hátt
•    Ef svar fæst ekki með ofangreindum leiðum sendið tölvupóst á umsjónarkennara, eða deild/námsbraut, einnig má hafa samband með því að senda fyrirspurn á Heilbrigðisvísindasvið á netfangið: hvs@hi.is  

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.