Aðstaða við Hjúkrunarfræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Aðstaða við Hjúkrunarfræðideild

Aðstaða við Hjúkrunarfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hjúkrunarfræðideild er til húsa í Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík.

Eirberg

Gagnlegar upplýsingar um Eirberg og starfsemina þar:

  • Eirberg er opið frá kl. 7:30-16:00 virka daga.
  • Umsjónarmaður sér um að opna og loka húsinu og hefur umsjón með viðhaldi húsmuna og tækja.
  • Afgreiðslutími deildarskrifstofu er kl. 9-12 og 13-14 alla virka daga. Sími skrifstofu er 525-4960 og netfang er hjukrun [hjá] hi.is.
  • Kaffistofa rekin af Félagsstofnun stúdenta er á 1. hæð í Eirbergi og er hún opin á meðan kennslu stendur á milli kl. 9:00 og 15:30. Umsjón með henni hefur Ágústa Sigurjónsdóttir.
  • Við skipulag á félagsstarfi stúdenta í Eirbergi skal hafa samráð við umsjónarmann í Eirbergi eða deildarstjóra Hjúkrunarfræðideildar.
  • Eirberg er reyklaus vinnustaður og neysla áfengis er ekki leyfð í húsinu.

Lesstofur

Í kjallara B-álmu í Eirbergi má finna lesstofur og aðstöðu fyrir nemendur. Í A-álmu á 3. hæð í Eirbergi eru lesstofur fyrir doktorsnema og á 2. hæð fyrir ljósmóðurfræði og MS-nema. 

Færnisetur

Í Færnisetri á 2. hæð í stofu 205 og í kjallara í stofu 005 í Eirbergi fer fram þjálfun og undirbúningur fyrir klínískt nám á heilbrigðisstofnunum. Verkefnastjóri Færniseturs er Rut Sigurjónsdóttir.

Bílastæði

Nemendum er bent á að erfitt er að leggja bílum á bílastæði við Eirberg vegna framkvæmda við nýjan spítala. Bílastæði fyrir nemendur má finna sunnan við gömlu Hringbraut (fyrir ofan Læknagarð).

Tölvuver

Upplýsingatæknisvið háskólans sér um rekstur tölvuvera, þar með talið tölvuver í Eirbergi sem nemendur hafa aðgang að. Þar er einnig prentari. Nemendur deildarinnar geta einnig notað önnur tölvuver Háskólans. Á heimasíðu Upplýsingatæknisviðs er að finna margvíslegar gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar sem nemendur þurfa að kynna sér, t.d. um notendanöfn, tölvupóst, innhringisamband, útprentun o.fl.

Bókasafn

Nemendur og kennarar Hjúkrunarfræðideildar hafa aðgang að þjónustu Bókasafns Landspítala og hefur verið gerður sérstakur samstarfssamningur milli deildarinnar og bókasafnsins. Nemendur finna sjálfir greinar úr tímaritum sem eru á safninu og ljósrita á sinn kostnað. Nemendur deildarinnar hafa einnig aðgang að Landsbókasafni - Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.

Skrifstofa

Á deildarskrifstofu starfa sjö starfsmenn og er skrifstofan staðsett á 1. hæð í A-álmu í Eirbergi. Starfsmenn á skrifstofu sinna meðal annars umsýslu við grunn- og framhaldsnám, þjónustu við nemendur og kennara og almennri upplýsingagjöf.

Vinnustöðvar kennara í Eirbergi eru á 2. og 3. hæð í B-álmu og eru viðtalstímar eftir samkomulagi.  

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.