Skip to main content

Heilbrigði og heilsuuppeldi, Viðbótardiplóma

Heilbrigði og heilsuuppeldi

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Heilbrigði og heilsuuppeldi er viðbótardiplómanám sem er fyrst og fremst ætlað þeim sem starfa við kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, við þjálfun, endurhæfingu, að forvörnum eða við önnur störf á sviði heilbrigðis- og menntamála. Í náminu er lögð áhersla á mikilvægi forvarna og heilsueflingar sem víðast í samfélaginu, m.a. í skólum, á vinnustað, í þjálfun og í tómstundastarfi.

Um námið

Heilbrigði og heilsuuppeldi er 30 eininga viðbótardiplóma á meistarastigi. Meginmarkmiðið er að auka þekkingu nemenda á hollum lifnaðarháttum og heilbrigðu líferni. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið sem nemendur geta valið sér allt eftir því hvar áhugasviðið liggur.  Að loknu námi geta nemendur sótt um meistaranám til MS- eða M.Ed.-prófs.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA/B.Ed./BS-próf í grunn- og leikskólakennslu, íþrótta- og heilsufræði, tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfafræði eða í skyldum greinum.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is