Verklagsreglur Háskóla Íslands vegna eineltis | Háskóli Íslands Skip to main content

Verklagsreglur Háskóla Íslands vegna eineltis

Netspjall

Í starfsmannastefnu Háskóla Íslands kemur fram að háskólinn vill stuðla að góðum starfsanda, þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hreinskilni milli allra starfsmanna. Starfsmenn skulu temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og auðsýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót.

Samkvæmt vinnuverndarlögum (46/1980) skal atvinnurekandi tryggja að gætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Ef einelti kemur upp á vinnustað geta starfsmenn nýtt sér verklagsreglurnar til að vita hvert skuli leita og hvernig tilkynna eigi mál sem koma upp og hvernig verði tekið á þeim.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á einelti og kynferðislegri áreitni hér á landi gefa til kynna að einelti og kynferðisleg áreitni eigi sér stað á íslenskum vinnustöðum. Afleiðingar eineltis og kynferðislegrar áreitni geta spannað allt frá því að vekja óróa og kvíða til stöðugrar streitu, vanlíðunar og veikinda.

Hvetja þarf til opinskárra umræðna á vinnustað um verklagsreglur vegna eineltis. Þannig ætti öllum að vera ljóst að einelti líðst ekki á vinnustaðnum, að tilkynningar um slíkt verði litnar alvarlegum augum og að tekið verði á þeim með markvissum leiðum.

Komi upp grunur um einelti á vinnustað skal eftirfarandi verklagi fylgt.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.