Umhverfisvænna starfsfólk | Háskóli Íslands Skip to main content

Umhverfisvænna starfsfólk

Háskóli Íslands vinnur að því að innleiða Græn skref í starfi sínu. Það tekur hins vegar langan tíma fyrir verkefnastjóra umhverfismála að kynna verkefnið fyrir öllum starfsmönnum og því er um að gera að byrja að taka skrefin að eigin frumkvæði. Hér fer listi yfir auðveldar leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í okkar daglega starfi. Listinn verður uppfærður reglulega og gera má ráð fyrir að hann verði rækilegri eftir því sem lengra er haldið í innleiðingarferlinu: 

Leiðir til að spara rafmagn:

 • Slökkvum á tölvuskjám áður en við förum heim úr vinnu og slökkvum á tölvum um helgar og þegar við förum í lengri frí.
 • Slökkvum öll ljós í rýmum sem eru ekki í notkun og öll ljós í lok dags. Sérstaklega er hugað að fundarherbergjum, geymslum og þar sem dagsbirtu nýtur við.
 • Notum ekki skjáhvílur.

Leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna:

 • Gerum samgöngusamning og ferðumst með vistvænum hætti. Samningar eru gerðir í launadeild.
 • Notum fjarfundarbúnað frekar en að ferðast langar leiðir á fundi. 

Leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sorps:

 • Flokkum allt sorp og nýtum „flokkunarbarina“.
 • Notum fjölnota leirtau. 
  • Komum með okkar eigin fjölnota drykkjarmál undir kaffi, vatn og aðra drykki.
  • Komum með nestisbox fyrir matinn í Hámu sem við viljum taka með okkur í stað þess að biðja um einnota ílát. 
  • Bendum nemendum á að drykkir í fjölnota, lokuðum málum eru leyfilegir í kennslustofum
 • Nýtum blöð sem falla til við prentun / ljósritun og notum sem krassblöð. 

Fyrir lengra komna er listi yfir allar aðgerðar Grænna skrefa hér. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.