Umhverfisvænna starfsfólk | Háskóli Íslands Skip to main content

Umhverfisvænna starfsfólk

Háskóli Íslands vinnur að því að innleiða Græn skref í starfi sínu en öllum ríkisstofnunum ber skylda að innleiða Græn skref í sína starfsemi eigi síðar en í júní 2021. Þó verkefnið snúi að innleiðingu í almenna skrifstofustarfsemi er um að gera að byrja að taka skrefin að eigin frumkvæði! Hér að neðan er listi yfir auðveldar leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í okkar daglega starfi. 

Leiðir til að spara orku:

 • Slökkvum á tölvuskjám áður en við förum heim úr vinnu og slökkvum á tölvum um helgar og þegar við förum í lengri frí.
 • Slökkvum öll ljós í rýmum sem eru ekki í notkun og öll ljós í lok dags. Sérstaklega er hugað að fundarherbergjum, geymslum og þar sem dagsbirtu nýtur við.
 • Notum ekki skjáhvílur.
 • Stillum hitann rétt á ofnum, ekki opna glugga einungis til að stjórna hita í herbergjum. Lækkum hita á ofnum þegar farið er í frí eða burtu í lengri tíma. Athugið að slökkva aldrei alveg á ofnum, það fer illa með vatnsleiðslurnar. 

Leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna:

 • Gerum samgöngusamning og ferðumst með vistvænum hætti. Samningar eru gerðir í launadeild.
 • Notum fjarfundarbúnað frekar en að ferðast langar leiðir á fundi. 
 • Göngum eða hjólum í vinnuna frekar en að koma keyrandi.
 • Notum aðra vistvæna samgöngumáta eins og t.d. Strætó
 • Óskum eftir umhverfisvænni leigubílum.

Leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum úrgangs:

 • Flokkum allt sorp og nýtum „flokkunarbarina“.
 • Notum fjölnota leirtau. 
  • Komum með okkar eigin fjölnota drykkjarmál undir kaffi, vatn og aðra drykki.
  • Komum með nestisbox fyrir matinn í Hámu sem við viljum taka með okkur í stað þess að biðja um einnota ílát. 
  • Bendum nemendum á að drykkir í fjölnota, lokuðum málum eru leyfilegir í kennslustofum.
 • Nýtum blöð sem falla til við prentun / ljósritun og notum sem krassblöð. 
 • Notum ímyndunaraflið við að endurnýta umbúðir, s.s. kassa, innkaupapoka og annað sem fellur til við innkaup. 

Leiðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum innkaupa: 

 • Spyrja sig hvort að þú þurfir raunverulega á þessum hlut að halda.
 • Lærum að þekkja umhverfismerkingar og vottanir og hvernig stuðla megi að grænni lífsstíl, sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.
 • Kaupa frekar vandaðri vöru sem hafa lengri endingartíma
 • Spyrja birgja og verslunaraðila hvort að ekki sé hægt að fá vandaðri vörur eða umhverfisvottaðar. Þannig getum við haft áhrif á vöruúrval og vöruþróun.
 • Endurnýtum tölvur og húsgögn ef möguleiki er á.  

Fyrir lengra komna er listi yfir allar aðgerðar Grænna skrefa hér.