Tilkynning um breytingar á matskerfi opinberra háskóla | Háskóli Íslands Skip to main content

Tilkynning um breytingar á matskerfi opinberra háskóla

Undanfarin misseri hafa átt sér stað víðtækar umræður um mögulegar breytingar á Matskerfi opinberra háskóla. Vísindanefnd opinberra háskóla hefur að vel athuguðu máli lagt til við Matskerfisnefnd að ekki verði að sinni gerðar breytingar á matskerfinu, nema þær tæknilegu breytingar sem vísinda- og nýsköpunarsvið hefur lagt til að gerðar verði. Vísindanefnd opinbera háskóla leggur jafnframt til að lögð verði áhersla á að finna leiðir til þess að umbuna sérstaklega fyrir kennslu annars vegar og samfélagsvirkni hins vegar.

Matskerfisnefnd staðfesti tillögur vísindanefndar opinbera háskóla á fundi sínum 19. desember sl.

Ítarlegar upplýsingar um breytingarnar og gildistöku þeirra má finna hér: 

Nánari upplýsingar eru veittar á vísinda- og nýsköpunarsviði (roj@hi.is).

F.h. Matskerfisnefndar,
Reynir Örn Jóhannsson, vísinda- og nýsköpunarsviði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.