Sumarnám við Nordic Centre í Kína 2020 | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Nordic Centre í Kína 2020

- English below -

Umsóknarfrestur er 2. mars 2020.

Nemendum Háskóla Íslands býðst að sækja um sumarnám við Nordic Centre í Fudan háskóla í Sjanghæ. Þetta er einstakt tækifæri til að taka hluta af háskólanáminu við einn af þremur bestu háskólum Kína og kynnast viðskiptahöfuðborginni Sjanghæ. 

Nordic Centre China er samnorræn menntamiðstöð sem Háskóli Íslands er félagi að ásamt 26 öðrum norrænum og kínverskum háskólum. Á hverju ári fara nemendahópar og fræðimenn frá háskólum víðs vegar af Norðurlöndunum og stunda nám og rannsóknir við miðstöðina. Mikill metnaður er lagður í sumarnámskeiðin og kemst takmarkaður fjöldi nemenda við aðildarskóla að á hverju ári. Sem félagi að Nordic Centre samstarfinu við Fudan háskóla getur Háskóli Íslands tilnefnt þrjá nemendur í námskeiðin.

Námskeiðin veita 5 ECTS einingar og geta fengist metin í námsferil við HÍ með námssamningi sem nemandi gerir við deild sína. 

Tvö námskeið eru í boði:

Skólagjöld eru 1200 kínversk júan sem jafngilda um 21 þúsund íslenskum krónum. Leitast er við að halda skólagjöldum hóflegum fyrir nemendur aðildarskólanna. Nemendur greiða sjálfir annan kostnað, s.s. flugfargjöld og gistingu en kostnaður vegna vettvangsferða (m.a. einnar nætur ferðar til nágrannaborga Sjanghæ) og annarra viðburða eru innfalin í skólagjöldunum.  Frekari upplýsingar um námskeiðin o.fl. má finna á vefsíðu Nordic Centre við Fudan háskóla í Sjanghæ.

Almenn skilyrði
•    Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands og hafa lokið 60 ECTS einingum hið minnsta þegar sumarnámið hefst
•    Einungis framhaldsnemar mega sækja um „Doing Business in China“     

Rafræn umsókn
Umsóknum er skilað inn rafrænt ásamt fylgiskjölum í viðhengi.

Fylgigögn

•    Námsferilsyfirlit (á ensku) með árangursröðun (fæst á Þjónustuborði)
•    Kynningarbréf (1 bls.)

Við mat umsókna er tekið tillit til kynningarbréfs, einkunna, framgangs í námi og viðtals (ef til kemur). 

Frekari upplýsingar eru veittar á Skrifstofu alþjóðasamskipta ask@hi.is og í síma 525 4311. 

----

Summer Program at the Nordic Centre China, Fudan University, 2020

Application Deadline is March 2, 2020

Students at the University of Iceland can apply for a Summer School at the Nordic Centre China at Fudan University in Shanghai. This is a unique opportunity to take a part of your university studies at one of China‘s three best universities and get to know Shanghai, the business capital of the country. 

The Nordic Centre China  is a joint Nordic education centre, which the University of Iceland is a part of along with 26 other Nordic and Chinese universities. Each year, groups of students and academics from all over the Nordic countries visit the Centre for studies and research. The Summer Programs at the Nordic Centre are very ambitious and admission is on a selective basis with each partner institution allowed to send three students each year. 

The summer programs count as 5 ECTS and can be evaluated as part of study record at the University of Iceland provided that students sign a learning agreement with their department (which has to approve the course). 

Two courses are on offer:

The fee is 1200 Chinese Yuan, which amounts to about 21.000 ISK. An effort is made to keep the school fees at a modest level for partner universities. Students themselves pay other costs such as air ticket, accommodation and meals but are invited for a number of events that include meals and field trips that are included in the program fee (including an overnight trip to a neighbouring city of Shanghai) and other events. Further information about the courses and more can be found on the website of the Nordice Centre at Fudan University

Elegibility criteria:
•    Applicants shall be students at the University of Iceland and to have completed at least 60 ECTS credits when the summer school starts
•    Only graduate students can apply for the program Doing Business in China

Electronic application
Applications are submitted electronically along with accompanying documents in attachment

Accompanying documents:

  • Transcript of records with ranking in English (available at the Service Desk in the University Centre (Háskólatorg))
  • Personal statement (1 page)

During the selction process the following are taken into account: the personal statement, grade transcript, academic progress as well as interview (if applicable). 

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.