Pappírsnotkun í HÍ | Háskóli Íslands Skip to main content

Pappírsnotkun í HÍ

Pappír getur haft margvísleg áhrif á umhverfið allt frá framleiðslu til notkunar. Sem dæmi gætir ýmissa neikvæðra umhverfisáhrifa í líftíma pappírs allt frá skógarhöggi og verkun á timbrinu, losun mengandi efna frá pappírsverksmiðjum og að lokum þegar pappír er skilað sem úrgangi.

Víða í heiminum hafa skógar verið ofnýttir um áratugaskeið sem getur haft í för með sér að margar plöntu- og dýrategundir eiga undir högg að sækja. Til að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika er nauðsynlegt að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða og hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við nýtingu skóga.

Hér að neðan er að finna nokkur góð ráð um hvernig minnka megi pappírsnotkun:

  • Þarftu að prenta þetta út?
  • Prentaðu beggja megin á blöð og notaðu svart-hvíta litastillingu þegar við á
  • Endurnotaðu pappír sem búið er að prenta á, t.d. er hægt að nýta þau sem minnis- eða krassblað
  • Við útgáfu á kynningarefni er boðið upp á rafræna útgáfu sem að lesendur geta valið í stað pappírsútgáfu
  • Afþakkaðu fjölpóst
  • Hafðu dreifiefni á viðburðum í algjöru lágmarki
  • Keyptu einungis umhverfisvottaðan prentpappír og skiptu við umhverfisvottaðar prentsmiðjur. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er listi af áreiðanlegum umhverfismerkjum

Háskóli Íslands leggur sitt að mörkum við að lágmarka sína pappírsnotkun. Á eftirfarandi grafi hér að neðan má sjá þróun á pappírsnotkun hér í HÍ frá árunum 2012-2019 m.v. kg á stöðugildi starfsmanna.

Þróun á magni pappírs í HÍ