Opnun bygginga Háskóla Íslands 4. maí | Háskóli Íslands Skip to main content

Opnun bygginga Háskóla Íslands 4. maí

""

Upplýsingar um opnun húsnæðis Háskóla Íslands í kjölfar tilslökunar stjórnvalda 4. maí

Gert er ráð fyrir að eftirfarandi gildi á meðan fjöldasamkomur þar sem fleiri en 50 einstaklingar koma saman eru óheimilar. Í auglýsingu stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er gert ráð fyrir að fyrirkomulagið gildi til 1. júní 2020 kl. 23.59. Jafnframt er tekið fram að stjórnvöld munu endurmeta þörf fyrir takmörkun eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort að unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistímann. Geri stjórnvöld breytingar á reglum um fjöldatakmarkanir verður þetta fyrirkomulag einnig endurskoðað til samræmis.

Vinnufyrirkomlag eftir 4. maí nk.

  • Starfsfólki með undirliggjandi sjúkdóma, s.s. æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma, ónæmisbældum einstaklingum og þunguðum konum er bent á að vinna heima. 
  • Samkomubannið á ekki að hafa áhrif á vinnufyrirkomulag starfsfólks sem hefur eigin skrifstofu. 
  • Að öðru leyti verði vinnutilhögun starfsfólks sem deilir vinnurými með þeim hætti að hverri starfseiningu er skipt upp í tvo hópa. 
  • Einungis helmingur starfsfólks verði á vinnustaðnum á hverjum tíma.
  • Vinnutilhögun starfsfólks í opnum rýmum verður með þeim hætti að helmingur hópsins verði á vinnustaðnum á hverjum tíma. Í opnum rýmum skulu vera a.m.k. 2 metrar á milli starfsfólks.

Til þess að gæta fyllstu sóttvarna geta starfsstaðir valið á milli tveggja leiða:

a)    Helmingur starfsfólks verður á vinnustaðnum á hverjum tíma en hinn helmingurinn vinnur heima. Þannig getur annar hópurinn verið í vinnu á starfsstöð vikuna 4.-8. maí og hinn hópurinn 11.-15. maí o.s.frv.  Mikilvægt er að hóparnir hafi ekkert samneyti og að starfsstöðvar og sameiginleg aðstaða verði þrifin rækilega áður en hópaskipti verða. Þetta er gert með það að markmiði að draga úr hugsanlegu smiti einingarinnar í heild, sem gæti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir starfsemi Háskólans. Til að tryggja þrif á milli hópa er áfram gert ráð fyrir að starfsfólk mæti til vinnu á hádegi á mánudegi þá viku sem það mætir á starfsstöð og fari af vinnustaðnum á hádegi á föstudegi.  
b)    Helmingur starfsfólks verður á núverandi starfsstöð og hinn helmingurinn fær nýja starfsstöð á meðan samkomubannið er í gildi. Mikilvægt er að hóparnir hafi ekkert samneyti.

  • Starfsfólki er heimilt að taka tölvubúnað með sér heim.  
  • Til að framangreint skili tilætluðum árangri þarf allt starfsfólk og stjórnendur að vinna samkvæmt þessu fyrirkomulagi. 

Opnanir og aðgengi að byggingum Háskóla Íslands

Almennt verða byggingar Háskóla Íslands opnar nemendum og starfsfólki eins og fram kemur á vefsíðu skólans. Eftirfarandi takmarkanir gilda:

  • Á Háskólatorgi, í lesrýmum og tölvuveri er fjölda sæta við borð takmarkaður samkvæmt 2 metra reglunni. Jafnframt er hámarksfjöldi í einstökum rýmum takmarkaður við 50 manns, sbr. auglýsingu stjórnvalda. Sama fyrirkomulag gildir í öðrum byggingum Háskólans. 
  • Munum að við erum öll Almannavarnir og berum ábyrgð sem einstaklingar á að reglum sé framfylgt.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.