Skip to main content

Opnun bygginga Háskóla Íslands

Opnun bygginga Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Gert er ráð fyrir að eftirfarandi gildi á meðan fjöldasamkomur þar sem fleiri en 200 einstaklingar koma saman eru óheimilar samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Á öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi þarf að tryggja 1 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum. Grímuskylda er í öllum háskólabyggingum í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda. Undir þetta falla bæði kennsla og fundir. 

Geri stjórnvöld breytingar á reglum um fjöldatakmarkanir verður þetta fyrirkomulag einnig endurskoðað til samræmis.

Tryggja þarf rétta notkun andlitsgrímunnar

Vinnufyrirkomlag

Í gildi er sú meginregla að starfsfólk mæti á vinnustað nema í sérstökum tilvikum:

  • Starfsfólk með eigin skrifstofur mæti til vinnu samkvæmt venju.
  • Starfsfólk sem deilir skrifstofum mæti til vinnu skv. samráði við yfirmann, en gert er ráð fyrir að sem flestir geti sinnt vinnu með hefðbundnum hætti. Í opnum rýmum skulu vera a.m.k. 1 metri (1M) á milli starfsstöðva.
  • Starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma, s.s. æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma, ónæmisbældum einstaklingum og þunguðum konum leiti til næsta yfirmanns og kanni í samráði við þá möguleika á að draga úr hættu á smiti á vinnustaðnum eða eftir atvikum vinna heima, verði því komið við. Þeir sem eru með eigin skrifstofur og kjósa frekar að mæta til vinnu þurfa að gæta að heilsu sinni og virða 1M regluna.
  • Við mælingar og aðrar ferðir utanbæjar skal fylgja reglum um vettvangsferðir við þær aðstæður sem nú eru uppi.
  • Starfsfólki er heimilt að taka tölvubúnað með sér heim.  
  • Til að framangreint skili tilætluðum árangri þarf allt starfsfólk og stjórnendur að vinna samkvæmt þessu fyrirkomulagi. 

Opnanir og aðgengi að byggingum Háskóla Íslands

Almennt verða byggingar Háskóla Íslands opnar nemendum og starfsfólki eins og fram kemur á vefsíðu skólans. Eftirfarandi takmarkanir gilda:

  • Á Háskólatorgi, í lesrýmum og tölvuveri er fjölda sæta við borð takmarkaður samkvæmt 1 metra reglunni. Jafnframt er hámarksfjöldi í einstökum rýmum takmarkaður við 200 manns, sbr. auglýsingu stjórnvalda. Sama fyrirkomulag gildir í öðrum byggingum Háskólans. 
  • Munum að við erum öll Almannavarnir og berum ábyrgð sem einstaklingar á að reglum sé framfylgt.