Nokkur góð ráð til að fækka bílferðum | Háskóli Íslands Skip to main content

Nokkur góð ráð til að fækka bílferðum

Notaðu almenningssamgöngur. Kynntu þér hvort að Strætó getur ekki komið þér þangað sem þú ert að fara á hagkvæman og skjótan hátt. Hægt er að skoða leiðarkerfi á heimasíðu Strætó.

Gakktu frekar en að taka bíl. Kannanir sýna að um þriðjungur ferða hjá Reykvíkingum er styttri en 1 km og má ganga þá vegalengd á um 15 mínútum. Röskleg gagna í 30 mínútur á dag getur stórbætt heilsuna! 

Hjólreiðar eru vistvænn, hagkvæmur og heilsubætandi samgöngumáti. Hjólreiðum fylgja margir kostir, bæði fyrir þig og aðra. Ekki er það einungis umhverfisvænna en að koma akandi á bíl, heldur sparar það pening og oftar en ekki tíma við að sleppa við að sitja í umferð, bætir heilsu og að auki eru hjólreiðar skemmtilegur ferðamáti! Kynntu þér nánar hjólakort HÍ

Fækkaðu bílferðum. Veltu fyrir þér áður en þú leggur af stað á bíl hvort að möguleiki er að sleppa ferðinni, samnýta hana í annað erindi eða nota annan samgöngumáta eins og t.d. að ganga eða hjóla.

Fækkum óþarfa ferðum. Hægt er að fækka ónauðsynlegum ferðum og spara ferðakostnað og tíma, meðal annars með góðum fundarsíma, fjarfundarbúnaði eða tölvupósti. Nánari upplýsingar um hvernig má nota fjarfundarbúnað í HÍ.

Notaðu visthæfan bíl. Það er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt að aka visthæfum bílum og er t.d. ókeypis í mörg bílastæði í miðborg Reykjavíkur.

Samkeyrsla. Oftar en ekki er skemmtilegra að ferðast með öðrum í bíl auk þess sem það gefur tækifæri til að deila kostnaði vegna akstursins. Þú getur kannað hvort vinnufélagar þínir eiga heima í nágrenni við þig og stungið uppá að þið keyrið saman í vinnuna og/eða á fundi.

Veldu ónegld dekk í stað nagladekkja. Áætlað er að fólksbíll á nagladekkjum spæni upp um hálfu tonni af malbiki á ári og þyrli upp allt að 10 g af svifryki. Veldu frekar ónegld dekk þegar þú kaupir dekk undir bílinn þinn ef möguleiki er á. 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.