Nám fyrir almenning | Háskóli Íslands Skip to main content

Nám fyrir almenning

Opin netnámskeið

Á vef edX er að finna rúmlega 1.700 opin netnámskeið í meira en 30 námsgreinum. Opin netnámskeið eru tilvalin fyrir þau sem vilja dýpka þekkingu sína á ákveðnum málaflokki og stuðla að náms- og starfsþróun. Háskóli Íslands er einn af samstarfsaðilum edX og býður upp á nokkur námskeið.

Almenningi stendur til boða að taka ókeypis netnámskeið af vef edX.org. Vilji viðkomandi fá vottorð fyrir að ljúka námskeiðinu og aðgang að námsmati þarf hann á hinn boginn að greiða námskeiðsgjald. Með því að sækja um netnámskeið hjá Háskóla Íslands fæst 10% afsláttur af námskeiðsgjöldum. Hægt er að kynna sér fjölbreytt námskeiðsúrval á vef edX.

Vinsamlegast athugið að einstaka edX námskeið eru almennt ekki einingabær. 

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Almenningi stendur til boða að taka námskeið hjá Endurmenntun HÍ fyrir 3.000 kr. hvert námskeið. Hægt er að skoða námskeiðsúrvalið á vef Endurmenntunar HÍ.

Athugið að þetta úrræði er einungis í boði sumarið 2020.

Námskeið hjá HÍ

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið handa almenningi.

Þú getur skráð þig í þessi námskeið annað hvort með því að skrá þig sem nemandi HÍ næsta haust eða að skrá þig eingöngu til sumarnámsins.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.