Skip to main content

Jafnréttisdagar

Jafnréttisdagar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dagskrá Jafnréttisdaga 6.-9. febrúar 2023

Dagskrá í Háskóla Íslands:

Mánudagur 6. febrúar

- 12:00 TIL 13:00. Bakslagið í hinsegin baráttunni: Opnun Jafnréttisdaga 2023. Í streymi.

Bjarni Snæbjörnsson (hann) leikari, skemmtikraftur og rithöfundur og Svandís Anna Sigurðardóttir (hún) sérfræðingur í hinsegin- og kynjajafnréttismálum á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, opna Jafnréttisdaga þetta árið með samtali um bakslag í hinseginbaráttunni. Upptaka af viðburði (hefst á 15:50 mínútu).

- 15:00 TIL 16:00. Incel: Internetið, kvenhatur og samsæriskenningar. Háskóli Íslands, HT-101.

Bjarki Þór Grönfeldt (hann), stjórnmálasálfræðingur, Háskólanum á Bifröst. Hinni svokölluðu Incel hreyfingu hefur vaxið ásmegin meðal ungra karla í vissum kreðsum internetsins. Incel hreyfingin byggir á nýrri gerð kvenhaturs sem samtvinnast samsæriskenningum og ofbeldisfullum skoðunum í garð kvenna. Í fyrirlestrinum er farið yfir nýlega rannsókn sem kannaði sálfræðilegar rætur Incel-skoðana og reifað hvað sé hægt að gera til að sporna við útbreiðslu þeirra.

Þriðjudagur 7. febrúar

- 10:00 TIL 11:30. Stéttaskipting í íslensku málsamfélagi. Háskóli Íslands, Askja-N131.

Háskólafélag Amnesty International standa fyrir málstofu um valdaójafnvægið sem ríkir í íslensku málsamfélagi þegar kemur að íslensku sem öðru máli. Birtingarmyndir stéttaskiptingar þegar kemur að íslenskukunnáttu fólks af erlendum uppruna verða tekin fyrir sem og kennslu íslensku sem annars máls og lélegs aðgengis að því. Nichole Leigh Mosty, Eiríkur Rögnvaldsson og Chanel Björk Sturludóttir halda stutt erindi og taka þátt pallborðsumræðum. Hlekkur á viðburð.

- 11:50 TIL 12:50. Jafnréttislöggjöfin og málsmeðferð stjórnvalda í málum kvenna á flótta. M101 í Háskólanum á Akureyri og í streymi.

Valgerður Guðmundsdóttir (hún) lektor við Háskólann á Akureyri verður með fyrirlestur um samspil hinnar íslensku jafnréttislöggjafar og málsmeðferð íslenskra stjórnvalda í málum kvenna sem sækja um alþjóðlega vernd. Í fyrirlestrinum verður farið yfir ákveðin ákvæði í jafnréttislöggjöfinni sem viðkoma ákvarðanatöku stjórnvalda og hvernig og hvaða áhrif þau gætu, eða eiga, að hafa á málsmeðferð stjórnvalda sem varða umsóknir um alþjóðlega vernd. Jafnframt verður farið yfir hefðbundið ákvarðanatökuferli hjá Útlendingastofnun, miðað við opinberar upplýsingar, og hvaða áhrif skyldur íslenska ríkisins þegar kemur að kynjajafnrétti gætu haft á hana.
 

- 11:50 TIL 13:00. Sérðu öráreitið? Háskólinn í Reykjavík, Sólin.

Jafnréttisfélag SFHR spjallar við nemendur Háskólans í Reykjavík um öráreitni. Vertu með í leik þar sem við reynum að finna öráreitið í litlum sögum. Vinningar verða í boði fyrir þau sem spotta öráreitið!

- 12:00 TIL 13:00. Varúð váhrif. Um pólitískar markalínur, örugg rými og valdatengsl í kennslu. Háskóli Íslands, Árnagarður 101 og í streymi.

Erindi: Þorgerður Einarsdóttir (hún), prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Í fræðilegri umræðu um varúð váhrif (trigger warnings) og kennslustofuna sem örugg rými birtast margvísleg sjónarmið sem mikilvægt er fyrir kennara og skólafólk að takast á við. Sú umræða lýtur að upplifunum þolenda ofbeldis og valdbeitingar en ekki síður að heimsmynd okkar, pólitískri sannfæringu og grunnhugmyndum um menntun. Váhrif eða kveikjur (e. triggers) sem rifja upp trámatíska atburði hjá nemendur geta ýkt upplifanir þeirra í valdatengslum kennslurýmisins. Í erindinu verða reifuð fræðileg sjónarmið í umræðunni, m.a. nálgun sænsku fræðikonunnar Rebeccu Selberg. Fjallað verður um viðleitni hennar og fleira fræðafólks til að skilja mismunandi sjónarmið og hugmyndir um hvernig megi vinna með fyrirbærið varúð váhrif á uppbyggilega hátt.

- 12:30 TIL 15:00. Hinsegin Vesturland. Landbúnaðarháskóli Íslands, Ásgarður.

Félagið Hingsegin Vesturland verður með fræðandi partýbás. Þar sem meðal annars verður tónlist, slideshow og leikir, ásamt bæklingum, greinum og öðru efni sem félagið hefur unnið að síðan það var stofnað.

- 13:00 TIL 14:00. Computer Says No: Experiences and Narratives of University Students with a Foreign Background. Háskóli Íslands, Litla Torg.

The projects Student Refugees and Sprettur will be introduced and their collaboration explained. Sigríður (she) and Sabrina (she) from Student Refugees Iceland and Sprettur, accompanied by Marcello Milanezi (he), Juan José Colorado Valencia (he) and Karolina Monika Figlarska (she), will take part in a panel discussion about their experience as university students with an international background in Iceland. The event will take place in Litla torg and streamed online. The topics will be linked to the challenges they have faced in their university experience. Following those topics, possible solutions will be discussed concerning inclusive teaching methods and interactions from teachers and other students. Key concepts discussed in this event are inclusivity, cultural sensitivity and microaggressions that students with an international background experience in their studies. Participants can contribute good advice for teachers to create a university society that genuinely fulfills the needs of all its students. The event will be in English and will be both onsite at Litla Torg in the University of Iceland and online (Link to Stream).

- 14:00 TIL 15:30. Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi: Forvarnir og viðbrögð.
Háskóli Íslands, Hátíðasal.

Miklar umræður hafa skapast í samfélaginu um það hvernig best sé hægt að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og kynferðisofbeldis. Kallað hefur verið eftir því að gerendur axli ábyrgð, dómstólar hafa verið gagnrýndir og hreyfing hefur verið í átt til slaufunar þessara aðila á opinberum vettvangi til að skapa öruggt rými fyrir þolendur. En hvernig horfir málið við þegar gerendur eru sjálfir undir lögaldri? Hvernig má skilgreina vanda ungra gerenda og bregðast við honum? Hvernig geta háskólar stutt við þau sem koma með áfallasögur af kynferðisofbeldi á bakinu af fyrri skólastigum? Og hvers konar fræðsla og forvarnir eru nauðsynlegar fyrir nemendur í framhaldsskólum varðandi kynlíf, ofbeldi og virðingu í nánum samskiptum? Fyrirlesarar: Eygló Árnadóttir (hún), verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum, Finnborg Salome Steinþórsdóttir (hún), aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ og fulltrúi í fagráði Háskóla Íslands, Þórður Kristinsson (hann), kynjafræðikennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, og doktorsnemi við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði HÍ. Pallborð (ásamt fyrirlesurum): Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson (hann), doktorsnemi við Heimspeki- og sagnfræðideild á Hugvísindasviði HÍ. Aron Freyr Kristjánsson (hann), samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Fundarstjóri er Sigríður Guðmarsdóttir (hún), dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á Hugvísindasviði HÍ (Hlekkur á streymi).

- 15:00 TIL 17:00. Einhugar: einhverfuhittingar. Háskóli Íslands, Veröld, Kaffi Gaukur.

Spjall hittingar fyrir fólk sem skilgreinir sig einhverft hvort sem það hefur greiningu eða ekki. Hugsað fyrst og fremst sem jafningjastuðningur og félagsleg samvera. Fundirnir eru hugsaðir fyrir einhverfa stúdenta sem gætu rætt það sem þau eru að takast á við í náminu og geta jafnvel fundið lausnir saman á þeim vandamálum sem þau eru að takast á við, stutt og hjálpað hvert öðru. Hittingarnir verða þriðja þriðjudag í mánuði kl. 16 í Veröld Húsi Vigdísar, nálægt Kaffi Gauk. Fyrsti hittingurinn verður tveimur vikum eftir kynninguna eða þann 21. febrúar.

- 17:00 TIL 18:00. Sexual Harassment at Work: Risk, Action and Perspective. Háskóli Íslands, Askja-N128 og í streymi.

Abolishing gender inequality in academia comprises a highly multi-dimensional problem. However, one of the most pragmatic goals for any research institution should be to improve the quality of their research, by integrating a transversal gender perspective. Within the overwhelming list of obstacles to this, attention is needed when talking about sexual harassment, as it can take many different forms, often undetectable due to their normalisation in society. More importantly, the consequences of sexual harassment are a risk to women‘s health. Marina de la Cámara, PhD student in Evolutionary Genetics at HÍ, will guide us through the status of sexual harassment towards women globally and in Iceland, with a special focus on women in science. She will talk about the types of sexual harassment, and how to detect and report them. The event will finish with open questions and answers from a panel of women at different career stages at the University of Iceland and Hólar University. The panel consists of: Marion Dellinger (she), PhD Student at the Dept. of Aquaculture & Fish Biology - Hólar University & University of Iceland. Laufey Haraldsdóttir (she), assistant professor at Department of Rural Tourism and chair of committee on equal opportunity at Hólar University. Alessandra Barbara D. Schnider (she) PhD Student at the Dept. of Aquaculture & Fish Biology - Hólar University & University of Iceland. Aude Vincent, Marie Sklodowska-Curie (she) Post-Doc Fellow, Institute of Earth Sciences, University of Iceland (Link to stream). 

Miðvikudagur 8. febrúar. 

- 11:50 TIL 13:00. Spjöllum um vald. Háskólinn í Reykjavík, Sólin.

Jafnréttisfélag SFHR spjallar við nemendur Háskólans í Reykjavík um vald og sýnir veggspjöld. Vertu með í leik um vald. Vinningar verða í boði!

- 12:00 TIL 13:00. Hvers vegna skiptir UN Women máli?. Háskólinn á Akureyri, M-101.

Fyrirlestur um hlutverk UN Women, stöðu mála á heimsvísu og mikilvægi fjölbreytileikans. Ísland er í fararbroddi þegar það kemur að því að loka kynjagatinu en þrátt fyrir það mun það taka yfir 130 ár í viðbót að loka gatinu á heimsvísu á núverandi hraða. UN Women er sú stofnun Sameinuðu Þjóðanna sem þrýstir á hraðari breytingar þegar það kemur að jafnréttismálum og afnámi kynbundins ofbeldis.

- 12:00 TIL 13:00. Hvítleikinn í íslenskri samtímalist. Þjóðminjasafn Íslands.

Æsa Sigurjónsdóttir er annar fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu. Fyrirlestur Æsu nefnist „Hvítleikinn í íslenskri samtímalist“ og verður haldinn kl. 12.00 miðvikudaginn 8. febrúar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er einnig á dagskrá Jafnréttisdaga. Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á Youtube. 

- 13:15 TIL 14:45. Kynlífsmenning, rasismi og kynjafræðin: Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum. Háskóli Íslands, Auðarsalur, Veröld Hús Vísdísar og í streymi.

Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum er samstarf námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands og stjórnar Félags kynjafræðikennara. Þar eru erindi sérvalin með þátttakendur í huga. Erindi: Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir (hún) kynnir rannsókn sína um samþykki og kynlífsmenningu framhaldsskólanema sem er hluti af meistaranámi hennar í menntunarfræðum (M.ed.). Chanel Björk Sturludóttir (hún) - Mannflóran: Fordómar og rasismi í fjölmenningarsamfélagi. Eygló Árnadóttir (hún) verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum - "Hvað er Sjúkt spjall að kenna okkur?". Gyða Margrét Pétursdóttir (hún) prófessor í kynjafræði - Kynning á námi við kynjafræðideild HÍ (Hlekkur á streymi).

- 16:00 TIL 17:00. Hvað ef háskólinn væri fyrir öll? Háskóli Íslands, VHV-107.

Í þessum viðburði koma saman einstaklingar frá mismunandi minnihlutahópum innan háskólans og lýsa upplifun sinni innan hans. Farið verður yfir þær áskoranir sem þau standa fyrir og verða síðan þeir sem mæta skipt í hópa til að vinna með viðmælendum til að finna lausnir og hvar háskólin gæti bætt sig! Partur af viðburðingum verður á ensku! Jafnréttisnefnd SHÍ stendur fyrir viðburði.

- 17:00 TIL 18:00. Femínísk sjálfsvörn sem forvörn gegn kynbundnu ofbeldi. Háskóli Íslands, O-2. 

Ísland stendur framarlega þegar kemur að fræðslu um og forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Mikil vinna hefur farið í að gefa út aðgengilegt og skýrt efni, bæði fyrir þolendur og gerendur, um hvað kynbundið ofbeldi felur í sér, afleiðingar þess og hvert er hægt að leita sér hjálpar á meðan á því stendur og/eða eftir að það á sér stað. Femínísk sjálfsvarnarþjálfun hefur ekki verið hluti af forvarnaraðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á skilvirkni slíkrar nálgunar. Fyrir því eru margar ástæður sem fela meðal annars í sér áhyggjur af því að femínísk sjálfsvörn (FSV) sé óskilvirk, ýti undir þolendaskömmun, hundsi ofbeldi í nánum samböndum og vinni ekki með þá undirliggjandi þætti sem heimila kynbundið ofbeldi. Í þessum fyrirlestri Slagtogs, sem eru femínísk félagasamtök, verður fjallað um hvað FSV er, farið verður yfir áhrif FSV á þátttakendur og helstu áhyggjum og gagnrýni á FSV verður svarað.

Fimmtudagur 9. febrúar.

- 10:00 TIL 16:00. Vald, forréttindi og öráreitni: Ráðstefna Jafnréttisdaga. Hátíðasalur HA (10-11:30) og Hátíðasalur HÍ (12:30-16:00) og í streymi.

Jafnréttisdögum 2023 lýkur með eins dags ráðstefnu um Vald, forréttindi og öráreitni, sem er þema daganna í ár. Á dagskrá eru þrjár málstofur sem nálgast þemað úr ólíkum áttum. Sú fyrsta er haldin í HA, og hinar tvær í HÍ, og ráðstefnan verður einnig í streymi. Samhliða munu ýmis samtök kynna starfsemi sína fyrir utan fyrirlestrasali á Akureyri og í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða kynnt tvö ný verkefni. Annars vegar skýrslan Staðalímyndir í háskólum, sem fjallar um hlutfall kynjanna í háskólanámi, sem Laufey Axelsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, vann fyrir samráðsvettvang jafnréttisfulltrúa háskólanna. Hins vegar skýrslan Fötlunarstrit: Reynsla fatlaðra nemenda af námi við Háskóla Íslands, sem Tabú vann fyrir ráð um málefni fatlaðs fólks við HÍ.

Dagskrá:

- 10:00 – 11:30: Að vera hinsegin í námi og starfi. Hátíðasalur Háskólans á Akureyri og í streymi.

Ávarp: Elín Díanna Gunnarsdóttir (hún) aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri.

Erindi: Ingileif Friðriksdóttir (hún), sjónvarps- og fjölmiðlakona, María Rut Kristinsdóttir (hún), kynningarstýra UN Women og Vilhjálmur Hilmarsson (hann) hagfræðingur hjá BHM. Að erindum loknum fara fram panelumræður ásamt Önnu Lilju Björnsdóttur (hún), sérfræðingi hjá Jafnréttisstofu.

Fundarstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyarbæjar.

- 12:30 – 14:00: Valdaójafnvægi í þjálfun og kennslu. Hátíðasalur Háskóla Íslands og í streymi.

Erindi: Anna Soffía Víkingsdóttir (hún), doktorsnemi við HÍ, Ingi Þór Einarsson (hann), aðjunkt við Háskólann í Reykjavík og Þóra Einarsdóttir (hún), sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista hjá Listaháskóla Reykjavíkur.

- 14:30 – 16:00: Fjölbreytileiki í námi: Í skugga valds, forréttinda og öráreitni. Hátíðasalur Háskóla Íslands og í streymi.

Ávarp: Jón Atli Benediktsson (hann), rektor Háskóla Íslands.

Erindi: Birta Ósk Hönnudóttir (hán/hún), meistaranemi í kynjafræði við HÍ, Chanel Björk Sturludóttir (hún), baráttu- og fjölmiðlakona, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir (hún) og Sigríður Jónsdóttir (hún) hjá Tabú, og Laufey Axelsdóttir (hún), nýdoktor í kynjafræði.

Fundarstjóri er Þorgerður Einarsdóttir (hún), prófessor í kynjafræði við HÍ.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Jafnréttisdagar á facebook

Jafnréttisdagar á instagram

Ítarlegri uppýsingar um dagskrá Jafnréttisdaga má einnig finna á Facebook: Jafnréttisdagar.

Jafnréttisdagar hafa verið haldnir árlega síðan 2009. Hugmyndin með Jafnréttisdögum er að þeir hjálpi til við að skapa umræðu um jafnréttismál og að gera þau sýnileg innan skólans sem utan.

Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu. Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands.