Hvað get ég lagt að mörkum til að stuðla að sjálfbærara samfélagi?
Ég get... lágmarkað úrgang
- Þarf ég þetta, eða er þetta kannski eitthvað sem endar fljótt í ruslinu?
- Þarf ég allar þessar umbúðir?
- Hvað er í matinn? Er kannski eitthvað að skemmast í ísskápnum?
- Hvað með að endurvinna?
- Hvernig get ég gert innkaup mín umhverfisvænni?
- Get ég tileinkað mér „grænni“ lífstíl?
Ég get... lágmarkað skaðlegan útblástur
- Takmarkað orkunotkun og notað endurnýjanlega orku frekar en óendurnýjanlega
- Hjólað, gengið eða tekið strætó í skólann
- Verslað í nágrenni mínu
Ég get... notað hugvitið
- Hugsað út fyrir hina hefðbundnu ramma og tekið umhverfismál með í ákvarðanatöku minni
- Stundað rannsóknir á umhverfi og sjálfbærni og miðlað af þekkingu minni
- Að hugsa er umhverfisvæn iðja
- Að segja sögur er vistvæn skemmtun
- Ég get stuðlað að heilbrigðri samræðu við samferðafólk um sjáfbærni og umhverfismál
- Ég get farið í umhverfis- og auðlindafræði
Ég get... látið til mín taka
- Ég get verið fyrirmynd í hversdagslegum athöfnum
- Ég get beitt mér fyrir betri heimi
- Ég get tekið þátt í starfi frjálsra félagasamtaka