Skip to main content

Hvað get ég gert?

Háskóli Íslands er samfélag starfsfólks og nemenda og er einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn er í góðri stöðu til að hafa áhrif út í samfélagið. Umhverfisáhrif af rekstri stórrar stofnunar á borð við Háskóla Íslands eru umtalsverð.

Áherslur skólans á sjálfbærni birtast hvað skýrast í innra umhverfi í byggingum hans, í skipulagi háskólasvæðisins og tengslum þess við ytra umhverfi. Einnig geta hversdagslegar ákvarðanir sem háskólaborgarar taka í sínu daglega lífi - neyslu, samgöngur, samskipti og fleira - ráðið miklu um frammistöðu skólans á sviði umhverfismála og sjálfbærni.

Öll starfsemi Háskólans bergmálar út í samfélagið, bæði það góða og slæma, og því er samfélagsleg ábyrgð Háskólans stór. 

En hvað get ég gert? Hér að neðan má sjá hugmyndir að því hvernig hægt er að hafa áhrif og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í okkar daglega starfi.