Hjólakort | Háskóli Íslands Skip to main content

Hjólakort

Það er hollt að hjóla!

Á kortinu hér að neðan er sýndur radíus tímavegalengda frá Háskóla Íslands. Einn kílómetri er á milli lína og áætla má að það taki 4 mínútur að hjóla þá vegalengd á þægilegum hraða. Venjulegur hraði innanbæjar er um 15 km á klukkustund en allt að 30 km með þjálfun ef færð og aðstæður leyfa. 
Víða eru komnir hjólastígar sem eru merktir inn á kortið sem gular línur. Haldið ykkur á þeim leiðum þar sem þær eru öruggari og þið farið hraðar yfir. 
Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að hjóla ekki en ávinningurinn af því að hjóla í skólann er mun meiri. 

 
Nokkrar hjólastaðreyndir: 

 • Hjólreiðar eru frábær heilsurækt
 • Reiðhjólið er umhverfisvænt
 • Á hjólinu sleppurðu við umferðaröngþveiti
 • Tími gefst til að skoða sig um og njóta útiveru
 • Góð hjólastæði eru upp við byggingar Háskólans og enginn tími fer í að leita að bílastæði
 • Reiðhjólið er ódýrt í rekstri í samanburði við einkabílinn

Nokkur góð hjólaráð: 

 • Verið ávallt með hjálm og farið varlega
 • Verið alltaf rétt klædd miðað við veður og aðstæður
 • Hafið hjólið rétt búið miðað við árstíma, ljós í myrkri og nagladekk að vetri 
 • Farið eftir umferðarreglum, þær gilda líka fyrir hjól
 • Gefið ykkur tíma og njótið ferðarinnar
 • Munið að veifa bílum sem eru fastir í umferðinni um leið og þið brunið fram úr þeim 

 
Hér að neðan er einnig að finna göngu- og hlaupakort frá Háskóla Íslands

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.