Gamli Garður | Háskóli Íslands Skip to main content

Gamli Garður

Gamli Garður  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun Gamla Garðs. Við stúdentagarðinn bætast tvær þriggja hæða viðbyggingar með tengigangi og kjallara. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki haustið 2021.

Alls verða 69 herbergi í nýju viðbyggingunum með sér baðherbergi, sameiginlegu eldhúsi, setustofum, samkomurými, geymslum og þvottaaðstöðu. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að það félli vel að nærliggjandi byggingum Háskóla Íslands, Gamla Garði, Þjóðminjasafni og götumynd við Hringbraut.

Á loftmyndinni af Gamla Garði hér til hliðar má sjá vinnusvæðið afmarkað með rauðri línu. Göngustígar með fram girðingu verða að mestu lokaðir á meðan á framkvæmdum stendur. Þó verður reynt að halda gönguleið opinni með fram Hringbraut. Göngustígar með fram Sæmundargötu vestan megin og skeifu norðan megin verða lokaðir með fram vinnusvæði.

Loftmynd af Gamla Garði

Bílastæði við norðurenda malarstæðis við Sæmundargötu hafa verði girt af sem athafnasvæði verktaka. 

Eru með ábendingar og fyrirspurnir um framkvæmdina? 

Gamli Garður eftir stækkun
Tímalína framkvæmda
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.