Skip to main content

Flugsamgöngur

Stór losun frá samgöngum kemur frá flugi. Á eftirfarandi grafi má sjá að innanlandsflug hjá Háskóla Íslands jókst milli 2018 og 2019 en verulegur samdráttur varð á millilandaflugi. Í heild hefur því losun vegna flugs minnkað á milli ára hjá starfsmönnum Háskóla Íslands. Lítið var flogið árið 2020 vegna Covid-19 og því er ekki hægt að meta hver þróun í losun vegna flugsamgangna er fyrir það ár. 

Heildarlosun koltvíserings af flugsamgöngum hjá starfsmönnum HÍ voru 707 tonn vegna millilandaflugs árið 2018 og 11,8 tonn vegna innanlandsflugs það sama ár. Árið 2019 var losunin 537,6 tonn vegna millilandaflugs og 15,5 tonn í innanlandsflugi starfsfólks HÍ. Árið 2020 var losun vegna millilandaflugs 82 tonn og losun vegna innanlandsflugs 15,6 tonn.