Skip to main content

Efnamál

Rannsóknastofa er enginn venjulegur vinnustaður. Fólk sem vinnur á rannsóknastofu er umkringt ýmis konar hættum. Efni sem þar eru geymd geta verið leysandi, ætandi eða eldfim, jafnvel sprengifim, og ef vinnubrögð eru óvönduð getur margt farið úrskeiðis, eiturgufur geta myndast, eldur kviknað eða veirur sloppið út.

Rannsóknir og tilraunir geta verið mjög skemmtilegar en þær krefjast árvekni og skipulagðra vinnubragða. Kæruleysi eða augnabliks hugsunarleysi getur verið dýrkeypt og valdið miklum skaða, bæði þér og umhverfinu.

Á vef öryggisnefndar Háskóla Íslands er að finna gagnlegt fræðsluefni sem við kemur rannsóknarstofunni og meðferð hættulegra efna. Notkun og meðhöndlun efna getur haft áhrif á heilsu og öryggi manna og umhverfið. 

Kynningarmyndband um öryggismál við Háskóla Íslands