Skip to main content

Háskólaráðsfundur 2. september 2010

08/2010

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2010, fimmtudaginn 2. september var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Kristín Ingólfsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Börkur Hansen, Fannar Freyr Ívarsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Þórður Sverrisson. Hilmar B. Janusson boðaði forföll og varamaður hans einnig. Fundargerð ritaði Magnús Diðrik Baldursson.

Áður en gengið var til dagskrár bauð rektor fulltrúa í háskólaráði velkomna á fyrsta fund fullskipaðs háskólaráðs sem starfa mun næstu tvö árin.

Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og hún samþykkt.

1.     Mál á dagskrá

1.1    Gögn um Háskóla Íslands fyrir nýtt háskólaráð.
Rektor gerði grein fyrir gögnum um Háskóla Íslands sem dreift var til fulltrúa í háskólaráði.

1.2    Kjör varaforseta háskólaráðs, sbr. 4. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Rektor bar upp tillögu um að Börkur Hansen, prófessor og fulltrúi háskóla­samfélagsins í háskólaráði, verði varaforseti háskólaráðs tímabilið 2010-2012.
- Samþykkt einróma.

1.3    Helstu verkefni framundan í starfi Háskóla Íslands. Funda- og starfsáætlun háskólaráðs 2010-2011.
Rektor gerði ítarlega grein fyrir helstu yfirstandandi verkefnum og áherslum í starfi Háskóla Íslands. Málið var rætt. Að umræðu lokinni beindi rektor því til fulltrúa í háskólaráði að þeir kæmu á framfæri við sig ábendingum um efnisatriði sem eiga heima í endanlegri starfsáætlun fyrir tímabilið 2010-2011 sem verður rædd á næsta fundi ráðsins.
 
1.4    Fjármál Háskólans. Staða og horfur.
Inn á fundinn komu þeir Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og formaður fjármálanefndar og Sigurður J. Hafsteinsson, sviðsstjóri fjármálasviðs og gerðu grein fyrir stöðu og horfum í fjármálum Háskóla Íslands. Málið var rætt ítarlega og svöruðu Guðmundur og Sigurður spurningum ráðsmanna. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

1.5    Stefnumótun Háskóla Íslands 2011-2016. Staða mála.
Rektor gerði grein fyrir undirbúningi, verklagi og tímaáætlun fyrir gerð nýrrar stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2011-2016. Málið var rætt og svaraði rektor spurningum ráðsmanna. Fyrstu drög að nýrri stefnu verða væntanlega kynnt á næsta fundi ráðsins.

1.6    Samstarf opinberra háskóla, sbr. bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 3. ágúst sl.
Rektor gerði grein fyrir málinu. Skýrði rektor m.a. frá því að mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað sjö manna verkefnastjórn undir forystu Háskóla Íslands til að vinna að markmiðum stefnu um opinbera háskóla. Málið var rætt ítarlega.

1.7    Aldarafmæli Háskóla Íslands 2011.
Inn á fundinn kom Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors og verkefnisstjóri aldarafmælis Háskóla Íslands og gerði grein fyrir drögum að dagskrá og stöðu undirbúnings aldarafmælis Háskóla Íslands árið 2011. Málið var rætt og svaraði Sæunn spurningum ráðsmanna.

1.8    Endurskoðun sérreglna fyrir stofnanir Háskólans, meistara- og doktorsnám o.fl. Staða mála.
Rektor gerði grein fyrir framlögðu yfirliti um stöðu mála varðandi endurskoðun reglna Háskóla Íslands. Málið var rætt. Gert er ráð fyrir að nokkrar tillögur að endurskoðuðum reglum verði lagðar fram á fundi háskólaráðs 7. október nk.

2.    Mál til fróðleiks

2.1    Samningur við SPITAL um frumhönnun og gerð útboðsgagna vegna byggingar nýs háskólasjúkrahúss, dags. 27. ágúst 2010.

2.2    Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 2010.

2.3    Tilnefning fulltrúa Háskóla Íslands í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

2.4    Bókanir Félags íslenskra náttúrufræðinga og Félags háskólakennara vegna ákvörðunar háskólaráðs um greiðslur fyrir stundakennslu.

2.5    Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, dags. 1. september 2010.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.