Háskólahermir | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahermir

Háskólahermir

Háskólahermirinn verður haldinn dagana 30. og 31. janúar 2020.

Háskólahermir er tveggja daga viðburður þar sem 300 framhaldsskólanemendum gefst tækifæri til að koma í kynningu á námsframboði skólans, þjónustu og háskólasvæðinu. Þátttaka er ókeypis.

Dagskrá 2020

Fimmtudagur 30. janúar

  • 8:30-9:15 – Móttaka og afhending gagna á Háskólatorgi
  • 9:15-11:30 – Dagskrá á fræðasviðum
  • 11:30-12:30 – Hádegisverður og kynningar
  • 12:30-14:45 – Dagskrá á fræðasviðum

Föstudagur 31. janúar

  • 8:45/9:00 – Mæting á Háskólatorg
  • 9:15-11:30 – Dagskrá á fræðasviðum
  • 11:30-12:30 – Hádegismatur og skemmtidagskrá
  • 12:30-14:45 – Dagskrá á fræðasviðum
  • 14:45-15:00 – Samantekt og dagskrárlok
""

Í Háskólahermi heimsækja nemendur fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða. Heimsóknin gefur góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér.

Fræðasvið Háskóla Íslands eru:

""

Skráning í Háskólahermi hefst 16. janúar klukkan 12:00. 300 pláss eru í boði og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Aðeins nemendur í þátttökuskólum geta skráð sig í Háskólahermi. Miðað er við að þátttakendur séu um það bil hálfnaðir með nám til stúdentsprófs.

Mikilvægt er að áhugasamir séu tilbúnir að skrá sig á þeim tíma, þar sem undanfarin ár hefur fyllst á Háskólahermi á örfáum mínútum. Á Facebook er viðburður með skráningu í Háskólahermi, sem gagnlegt getur verið að nýta til áminningar.

Hafðu samband

Allar nánari upplýsingar um Háskólaherminn veitir Inga Berg Gísladóttir: ingaberg@hi.is.