Háskólahermir | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahermir

Háskólahermir

Háskólahermirinn verður haldinn dagana 1. og 2. febrúar 2018. Þátttakendur heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér. Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum. Nemendur fá hádegisverð báða dagana. Háskólahermirinn er hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla.

Dagskrá 2018


Fimmtudagur 1. febrúar 

8:30-9:30 

Móttaka og afhending gagna í
stofu HT-105 á Háskólatorgi

9:30-11:45 

Dagskrá á fræðasviðum

11:45-12:45

Hádegisverður og kynnisferð
um háskólasvæðið 

12:45-15:00

Dagskrá á fræðasviðum

Föstudagur 2. febrúar 

8:45 

Mæting á Háskólatorg

9:00-11:15 

Dagskrá á fræðasviðum

11:15-12:15 

Hádegisverður og skemmtidagskrá

12:15-14:30 

Dagskrá á fræðasviðum 

14:30-15:00

Samantekt og dagskrárlok

Í Háskólaherminum gefst nemendum í framhaldsskólum tækifæri til þess að kynnast námsframboði Háskóla Íslands og vera þátttakendur í háskólasamfélaginu.
Nemendur fá að heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér.
Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum og nemendur fá hádegisverð og létta hressingu á meðan hann stendur yfir. Háskólahermirinn er hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Inga Berg Gísladóttir: ingaberg@hi.is

Netspjall