Hagnýtt nám í þýðingum | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýtt nám í þýðingum

Hagnýtt nám í þýðingum

Viðbótardiplóma

. . .

Hagnýtt nám í þýðingum er ætlað þeim sem vilja bæta hagnýtri þekkingu á þýðingum við grunnnám sitt í háskóla, eða hafa a.m.k. 5 ára reynslu sem starfandi þýðendur. Allir umsækjendur þreyta inntökupróf.

Um námið

Námið er til 60 eininga, þar af eru 20 einingar í sérstökum námskeiðum í þýðingafræði en 40 einingar í íslensku og erlendu máli. Námið í íslensku og erlendu málunum skipuleggja nemendur í samráði við umsjónarmann þýðinganámsins. Mögulegt er að 60 eininga hagnýta námið myndi fyrri hluta 120 eininga náms til MA-prófs í þýðingafræðum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með fyrstu einkunn, eða a.m.k. 5 ára starfsreynsla sem þýðandi. Allir nemendur þreyta inntökupróf.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.