Skip to main content

Hagnýtt hagfræði

Hagnýtt hagfræði (ekki tekið inn í námið 2022-2023)

120 einingar - MA gráða

. . .

MA í hagnýttri hagfræði er hagnýtt nám þar sem leitast er við að þjálfa nemendur í verklegri notkun kenninga og hagrannsókna með það að markmiði undirbúa nemendur til starfa í atvinnulífi og stjórnsýslu. Námið er byggt þannig upp að ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi lokið grunnnámi í hagfræði.

Um námið

Í upphafi misseris eru nemendum kennd undirstöðuatriði í hagfræði og megindlegum aðferðum hagfræðinnar. Í framhaldi af því er byggt ofan á grunn nemenda með frekari kennslu í hagfræði og hagrannsóknum. Námið er skipulagt þannig að nemendur geta tekið valnámskeið úr Hagfræðideild og Viðskiptafræðideild auk annarra deilda Háskóla Íslands.

Lotukennsla

Námið er lotukennt og stendur hver lota yfir í sjö vikur og eru þá tekin tvö 7,5e námskeið í senn. Náminu lýkur svo með 30e MA ritgerð.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í námið er gerð krafa um að nemendur hafi lokið grunnnámi í háskóla (BS/BA-prófi). Hins vegar er námið þannig byggt upp að gert er ráð fyrir að nemendur hafi ekki lokið grunnnámi í hagfræði. Almennt er krafist fyrstu einkunnar (7,25) úr fyrsta háskólaprófi, til þess að fá inngöngu í meistaranám.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Hagfræðingar starfa á ólíkum sviðum og á breiðum vettvangi. Dæmi um störf má nefna fjármálageirann og þá við hagtengd viðfangsefni. Einnig starfa hagfræðingar víðs vegar hjá hinu opinbera og gegna þeir fjölbreyttum stöðum í stjórnsýslunni. Hagfræðingar hjá hinu opinbera vinna oft bæði við rannsóknir og hagnýt viðfangsefni á sviði efnahagsmála.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook