
Hagnýt tölfræði
90 einingar - MAS gráða
. . .
Hagnýt tölfræði er nám til viðbótarprófs á meistarastigi, MAS-prófs (e. Master of Applied Statistics). Námið er þverfaglegt og taka nemendur alls 60 einingar í námskeiðum við ýmsar deildir skólans auk 30 eininga lokaverkefnis.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Námið er hannað til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir fólk sem er vel að sér í gagnaúrvinnslu. Sett er saman hlaðborð námskeiða sem samanlagt veita möguleika á breiðu og hagnýtu tölfræðinámi.
Námskeiðin eru stutt, hnitmiðuð og fjalla um afmarkaðar tölfræðiaðferðir og beitingu þeirra.
- Bakkalárpróf frá viðurkenndum háskóla.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.