Hagnýt tölfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt tölfræði

Hagnýt tölfræði

90 einingar - MAS gráða

. . .

Hagnýt tölfræði er nám til viðbótarprófs á meistarastigi, MAS-prófs (e. Master of Applied Statistics). Námið er þverfaglegt og taka nemendur alls 60 einingar í námskeiðum við ýmsar deildir skólans auk 30 eininga lokaverkefnis.

Um námið

Námið er hannað til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir fólk sem er vel að sér í gagnaúrvinnslu. Sett er saman hlaðborð námskeiða sem samanlagt veita möguleika á breiðu og hagnýtu tölfræðinámi.

Námskeiðin eru stutt, hnitmiðuð og fjalla um afmarkaðar tölfræðiaðferðir og beitingu þeirra.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Bakkalárpróf frá viðurkenndum háskóla.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík
s. 525 4466  - sensgraduate@hi.is​
Facebook

Nemendaþjónusta VoN

Netspjall