Skip to main content

Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun

Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun

MA gráða

. . .

MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun er hagnýt námsleið á meistarastigi. Með henni er komið til móts við þarfir atvinnulífsins fyrir fólk með sérhæfða þekkingu sem nýtist í sívaxandi samskiptum við þýskumælandi markhópa í ferðaþjónustu og menningarmiðlun sem og í ýmiss konar upplýsingamiðlun og kynningum auk alþjóðasamskipta.

Um námið

Þýska í ferðaþjónustu og miðlun er einkum kennd í málstofu-, æfinga- og fyrirlestraformi, auk þess sem fjölbreytt verkefnavinna og miðlun upplýsinga og staðreynda með mismunandi hættiritgerðasmíð er veigamikill þáttur í náminu.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í þýsku með fyrstu einkunn (7,25) og 10e lokaritgerð, eða sambærilegt próf frá öðrum háskóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun er einkum ætlað fólki sem starfar eða hyggst starfa í ferðaþjónustu og við menningarmiðlun en einnig þeim sem starfa eða hyggjast starfa á öðrum sviðum atvinnulífsins þar sem upplýsingamiðlun og kynningar fyrir þýskumælandi fólk og samskipti við þýskumælandi þjóðir skipa ríkan sess.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikilvægt þýska málsvæðið er okkur Íslendingum í efnahags-, stjórnmála- og menningarlegu tilliti. Þýskir ferðamenn eru t.d. fjölmennastir erlendra ferðamanna hérlendis á háannatímanum (júní-ágúst). Þá er Þýskaland það land sem við flytjum mest inn frá og næstmest út til og er þar með mikilvægasta viðskiptaland okkar.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaskrifstofur og leiðsögn.
  • Söfn.
  • Útflutningsfyrirtæki.
  • Bókaforlög.
  • Alþjóðasamskipti.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.