Skip to main content

Hagnýt skjalfræði

""

Hagnýt skjalfræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Diplóma í hagnýtri skjalfræði er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þá sem lokið hafa bakkalárprófi í einhverri grein. Námið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki. Námið er kennt í lotum og í fjarnámi eins og kostur er. Það gefur fólki í atvinnulífinu meiri möguleika að geta sótt námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
Emil Gunnlaugsson
Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
BA

Skjalfræðin í Hí er bæði praktískt og skemmtilegt nám. í náminu er lögð áhersla á hagnýt verkefni og virka þátttöku nemanda. Námið gaf mér góða innsýn inn í verkferla skjalastjóra og starfsemi Þjóðskjalasafns og héraðskjalsafna. Deildin er lítil og kennarar héldu vel utan um hvern og einn nemanda. Í Skjalfræðinni var farið yfir feril skjala frá því þau verða til allt þar til þeim er skilað til Þjóðskjalasafns eða héraðskjalasafns og verða að fræðilegri heimild. Áhersla í náminu á notkun og varðveislu á rafrænum skjölum og gögnum hefur einnig nýst mér ákaflega vel í starfi. Ég tók skjalfræðina sem aukagrein og sé ekki eftir því, námið opnaði dyr mínar að spennandi starfsumhverfi skjalafræðinga og núverandi starfi mínu skjalafræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Emil Gunnlaugsson
Safnfræði - BA nám - aukagrein skjalfræði

Ég tók skjalfræði sem aukagrein samhliða sagnfræðinámi og reyndist það heillaspor. Námið gaf mér góða innsýn inní heim skjalasafna og er afar praktískt, sérstaklega fyrir sagnfræðinema en líka aðra því námið er góður leiðarvísir til þess að skilja hlutverk, uppbyggingu og nýtingarmöguleika skjalasafna. Ég myndi mæla með skjalfræði fyrir aðra sagnfræðinema en það ætti einnig að nýtast sem góð viðbót við margar aðrar greinar.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.