Hagnýt siðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt siðfræði

Hagnýt siðfræði

MA gráða

. . .

Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferðilegar spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðisstéttir, starfsfólk í viðskiptalífinu, náttúrufræðinga, líffræðinga, blaðamenn, kennara, og stjórnmálamenn. Nám í hagnýtri siðfræði er sniðið fyrir fólk með margvíslegan bakgrunn sem vill verða færara um að takast á við siðferðileg viðfangsefni í nútímasamfélagi.

Um námið

Nám í hagnýtri siðfræði samanstendur af þremur kjörsviðum: Heilbrigðis- og lífsiðfræði, Umhverfis- og náttúrusiðfræði og Viðskiptasiðfræði. Umsækjendur skulu hafa lokið B.A., B.Sc., B.Ed.-prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, BS, B.Ed. eda sambærilegt háskólapróf. Fyrsta einkunn (7,25).

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.