
Hagnýt siðfræði
MA gráða
Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferðilegar spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðisstéttir, starfsfólk í viðskiptalífinu, náttúrufræðinga, líffræðinga, blaðamenn, kennara, og stjórnmálamenn. Nám í hagnýtri siðfræði er sniðið fyrir fólk með margvíslegan bakgrunn sem vill verða færara um að takast á við siðferðileg viðfangsefni í nútímasamfélagi.

Um námið
Nám í hagnýtri siðfræði samanstendur af þremur kjörsviðum: Heilbrigðis- og lífsiðfræði, Umhverfis- og náttúrusiðfræði og Viðskiptasiðfræði. Umsækjendur skulu hafa lokið B.A., B.Sc., B.Ed.-prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi.
BA, BS, B.Ed. eða sambærilegt háskólapróf með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar frá viðurkenndum háskóla og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni, sem hlotið hefur að lágmarki fyrstu einkunn. Hafi nemandi ekki skrifað a.m.k. 10 eininga lokaverkefni eða skortir annan mikilvægan undirbúning úr grunnnámi sínu getur framhaldsnámsnefnd ákveðið í samráði við námsbraut að nemandinn þurfi að ljúka tilteknum námskeiðum áður en hann hefur meistaranámið.