Hagnýt siðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt siðfræði

Hagnýt siðfræði

MA gráða

. . .

Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferðilegar spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðisstéttir, starfsfólk í viðskiptalífinu, náttúrufræðinga, líffræðinga, blaðamenn, kennara, og stjórnmálamenn. Nám í hagnýtri siðfræði er sniðið fyrir fólk með margvíslegan bakgrunn sem vill verða færara um að takast á við siðferðileg viðfangsefni í nútímasamfélagi.

Um námið

Nám í hagnýtri siðfræði samanstendur af þremur kjörsviðum: Heilbrigðis- og lífsiðfræði, Umhverfis- og náttúrusiðfræði og Viðskiptasiðfræði. Umsækjendur skulu hafa lokið B.A., B.Sc., B.Ed.-prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, BS, B.Ed. eda sambærilegt háskólapróf. Fyrsta einkunn (7,25).

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
MA

Ég hafði starfað í heilbrigðisgeiranum sem lyfjafræðingur í áratugi þegar ég hóf nám í hagnýtri siðfræði. Námið var áhugavert og ýtti undir opna umræðu og skapandi hugsun. Þannig var að ég sat í laganefnd Lyfjafræðingafélags Íslands þegar hrunið skall á og varð mér þá ljós skortur á siðfræðilegri hugsun þegar kom að skerðingu réttinda sjúklinga. Þó að margt hafi áunnist verður alltaf þörf fyrir gagnrýna siðfræðilega hugsun í samfélaginu. Námið hefur gagnast vel, verið hagnýtt, meðal annars í nefndarvinnu minni í Siðanefnd Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda, sem setur siðareglur um samskipti lyfjaiðnaðarins og heilbrigðisstarfsmanna, -stofnana og sjúklingasamtaka. Námið hefur reynst gott vegarnesti. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir
MA

Hagnýta siðfræðin færði mér ný og betri verkfæri til að mynda mér upplýsta skoðun um flókin málefni. Hún kenndi mér líka að varast það að hrapa að ályktunum um mál sem ég hef fyrirfram sterkar skoðanir á. Það var holl lexía. Hagnýt siðfræði er parktískt og gott nám fyrir alla sem vilja vanda sig í vinnunni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.