
Hagnýt ritstjórn og útgáfa
MA gráða
. . .
Markmið námsins er að gefa nemendum úr ýmsum greinum hugvísinda kost á að byggja á þeim grunni sem þeir hafa lagt í BA-náminu og búa sig á skipulegan hátt undir ritstjórnar- og útgáfustörf af ýmsu tagi, t.d. hjá fjölmiðlum, vefmiðlum, bókaútgáfum eða vísindastofnunum.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Með þessari námsleið er nemendum gefinn kostur á þjálfun og undirbúningi fyrir ritstjórnar- og útgáfustörf, t.d. hjá fjölmiðlum, bókaútgáfum og fræðastofnunum. Áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu og tengsl við atvinnulífið svo að nemendur fái víða sýn yfir viðfangsefnið og öðlist reynslu sem geri þeim kleift að vinna sjálfstætt að ritstjórn og útgáfum.
BA-próf með fyrstu einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi.