Skip to main content

Hagnýt menningarmiðlun

""

Hagnýt menningarmiðlun

MA gráða

. . .

Hagnýt menningarmiðlun er 90 eininga MA-nám sem byggist á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki miðlunarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetningu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar.

Um námið

Hagnýt menningarmiðlun er 90 eininga MA-nám með þremur kjörsviðum: Vefmiðlum, Menningarmiðlun og nýsköpun og Hagnýt menningarmiðlun. Námið byggist á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar. 

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn (7,25)

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Í hagnýtri menningarmiðlun fá nemendur margvíslega þjálfun í miðlun menningarefnis á sviði hugvísinda og tækifæri til að takast á við ólíka miðla og framsetningu.

Nám í hagnýtri menningarmiðlun er gagnlegur undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig störf í menningargeiranum, t.d. á sviði menningarblaðamennsku, við sjónvarps- og útvarpsþáttagerð, við auglýsingar og almannatengsl, við hvers kyns útgáfu, við menningartengda ferðaþjónustu, við sýningagerð og í tengslum við söfn og sýningarsali, sem og aðrar menningarstofnanir. Auk þessa er hagnýt menningarmiðlun hentug þjálfun fyrir fræðimenn sem vilja koma rannsóknum sínum á framfæri á fjölþættan hátt.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Menningartengd ferðaþjónusta.
  • Sýningagerð.
  • Menningarblaðamennska.
  • Auglýsingar- og almannatengsl.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.