Skip to main content

Hagnýt heilsuefling, Viðbótardiplóma

Hagnýt heilsuefling

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Viðbótarnám fyrir er þá sem vilja auka þekkingu sína og færni í tengslum við heilsueflingu í skólum og annars staðar í samfélaginu. Með námsleiðinni gefst kennurum og öðrum sem þegar eru starfandi í skólum, þar á meðal heimilisfræðikennurum, tækifæri til að bæta við sig hagnýtu námi sem er í takt við aukna áherslu á heilbrigði og velferð í skólastarfi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur skulu hafa lokið BA/B.Ed./BS-prófi eða sambærilegu prófi. Námið hentar einkum þeim sem hafa bakgrunn í greinum mennta-, heilbrigðis- og félagsvísinda.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Heilsuefling og heimilisfræði, M.Ed.

Ég er matartæknir í grunninn og finnst eldhúsið skemmtilegur staður. Mér fannst nám í Heilsueflingu og heimilisfræði gott framhald í námi mínu. Fá tækifæri til að hafa áhrif á fæðuval og heilsueflingu ungmenna í gegnum skólastarfið. Kenna þeim um hreinlæti, næringu og að útbúa hollan og næringarríkan mat ásamt því að taka upplýsta ákvörðun um fæðuval sitt. Kennarar sem útskrifast af þessari braut geta orðið leiðtogar í Heilsueflandi samfélagi hvort sem um er að ræða í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Námið er fjölbreytt verk- og bóklegt, aðstaðan er góð og gefur góða mynd af hefðbundinni heimilisfræðistofu. Ef þú vilt hafa áhrif sem fylgir nemendum inn í framtíðina mæli ég tvímælalaust með námi í Heilsueflingu og heimilisfræði því þar gerast hlutirnir.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Elínar Jónu Þórsdóttur deildarstjóra

Sími 525 5912
elinjona@hi.is