Hagnýt atferlisgreining, Viðbótardiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt atferlisgreining, Viðbótardiplóma

""

Hagnýt atferlisgreining

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið og um það hvernig hegðun lærist. Viðfangsefni hennar eru grunnlögmál hegðunar og hvernig hægt er að beita þeim á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif á nám og hegðun. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir og áhersla lögð á að meta og mæla árangur af kennslu eða íhlutun. 

Umsóknarfrestur er til 5. júní.

Af hverju að velja nám í hagnýtri atferlisgreiningu?

Markmiðið er að mennta fagfólk með sérþekkingu og færni til að beita atferlisgreiningu á árangursríkan hátt í starfi.

Megináhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og starfsþjálfun sem býr þá undir störf með fjölbreyttum hópum og einstaklingum, þar á meðal börnum með hegðunarerfiðleika, námserfiðleika, einhverfu og/eða þroskafrávik.

Að námi loknu munu nemendur meðal annars hafa góða þekkingu á hugmyndafræði og aðferðum atferlisgreiningar til að starfa bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra fagaðila.

Námið er þverfræðilegt og skipulagt í samstarfi Sálfræðideildar og Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Námið er til 60 eininga og er hægt að taka það á einu skólaári.

Viðbótardiplóma

Boðið er upp 60 eininga diplómanám á meistarastigi í eitt ár. Umsóknarfrestur er til 5. júní.

Diplómanám er góður valkostur fyrir fagfólk á sviði uppeldis, kennslu eða frístundastarfs sem vill auka færni sína í starfi og hentar til að mynda vel fyrir kennara sem sækja um námsleyfi. 

Í náminu eru kenndar lausnamiðaðar og árangursríkar aðferðir sem stuðla að bættri hegðun, líðan og námsframvindu hjá fjölbreyttum hópi.

Nemendur læra markvissar og áhrifaríkar leiðir til að mæla og meta, fyrirbyggja og leysa ýmiskonar vanda sem tengist námi, hegðun og aðlögun.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Skilyrði til inngöngu í meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu er að hafa lokið bakkalárprófi á sviði sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði. Umsóknir nemenda með annars konar grunnpróf verða skoðaðar með tilliti til starfssviðs og reynslu viðkomandi. Komi til fjöldatakmörkunar í námið njóta þeir sem hafa starfsreynslu forgangs.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Nám í hagnýtri atferlisgreiningu býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika að námi loknu. Fagfólk með þekkingu á faginu getur beitt henni á margvíslegum vettvangi. Þekking í hagnýtri atferlisgreiningu nýtist alls staðar þar sem unnið er með fólki.  

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla
  • Sérkennsla
  • Ráðgjöf
  • Stjórnun

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um námið skal beint til Írisar Árnadóttur verkefnisstjóra.

iris[hja]hi.is