Skip to main content

Fylgigögn með umsókn í hagnýta atferlisgreiningu

Upplýsingar og rafræn fylgigögn sem óskað er eftir með umsóknum í nám í hagnýtri atferlisgreiningu:

Ferilskrá (CV)

Hafðu ferilskrá hnitmiðaða. Ritaskrá má einnig fylgja sé hún fyrir hendi.

Prófskírteini/námsyfirlit

Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber honum að skila staðfestum afritum á pappír af öllum prófskírteinum, eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsóknarfresti lýkur. Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 eða eru að ljúka grunnnámi þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild.

Meðmælendur

Gott er að leita til þeirra sem þekkja til vinnubragða umsækjenda og persónu, t.d. kennara, vinnuveitanda eða samstarfsaðila. Skrá þarf nöfn og netföng tveggja meðmælenda. Einungis verður haft samband við meðmælendur ef þörf er á.

Greinargerð um markmið og væntingar

Góð greinargerð á að sýna fram á að umsækjandi sé vel undirbúin/n til að takast á við krefjandi nám á framhaldsstigi og sýna fram á skilning umsækjanda á innihaldi og markmiðum námsins. Greinargerð er skilað rafrænt. Hún á ekki að vera lengri en um 1000 orð og svara spurningunum hér að neðan.

Sakavottorð

Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sakavottorð er hægt að setja sem fylgiskjal með umsókn eða senda það sem PDF skjal á umsokn@hi.is.