Upplýsingar og rafræn fylgigögn sem óskað er eftir með umsóknum í nám í hagnýtri atferlisgreiningu: Ferilskrá (CV) Hafðu ferilskrá hnitmiðaða. Ritaskrá má einnig fylgja sé hún fyrir hendi. Prófskírteini/námsyfirlit Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber honum að skila staðfestum afritum á pappír af öllum prófskírteinum, eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsóknarfresti lýkur. Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 eða eru að ljúka grunnnámi þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Meðmælendur Gott er að leita til þeirra sem þekkja til vinnubragða umsækjenda og persónu, t.d. kennara, vinnuveitanda eða samstarfsaðila. Skrá þarf nöfn og netföng tveggja meðmælenda. Einungis verður haft samband við meðmælendur ef þörf er á. Greinargerð um markmið og væntingar Góð greinargerð á að sýna fram á að umsækjandi sé vel undirbúin/n til að takast á við krefjandi nám á framhaldsstigi og sýna fram á skilning umsækjanda á innihaldi og markmiðum námsins. Greinargerð er skilað rafrænt. Hún á ekki að vera lengri en um 1000 orð og svara spurningunum hér að neðan. Sakavottorð Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sakavottorð er hægt að setja sem fylgiskjal með umsókn eða senda það sem PDF skjal á umsokn@hi.is. Frumriti skal skila til Nemendaskrár, Háskólatorgi. Fyrir meistaranám - Hægt er að nálgast rafræna greinargerð fyrir meistaranám hér Hvað vakti áhuga þinn á náminu? Getur þú tengt þann áhuga við fyrra nám eða starfsreynslu? Telur þú þig búa að þeim grunni sem þarf til að standast námskröfur í skyldunámskeiðum? Hvað sérð þú fyrir þér að leggja mesta áherslu á í starfsþjálfun (hagnýtingu atferlisgreiningar á sviði hegðunar-, náms- eða þroskafrávika)? Hefur þú tiltekið áhugasvið innan þessara fræða og/eða hugmyndir að lokaverkefni? Hvernig metur þú hæfni þína til að takast á við rannsóknarverkefni og hvaða reynslu vonast þú til að öðlast við þá vinnu? Hefur þú reynslu af rannsóknum eða ritstörfum? Hvaða reynslu? Hver eru markmið þín að námi loknu? Annað sem þú vilt taka fram. Fyrir diplómanám - Hægt er að nálgast rafræna greinargerð fyrir diplómanám hér Hvað vakti áhuga þinn á náminu? Getur þú tengt þann áhuga við fyrra nám eða starfsreynslu? Telur þú þig búa að þeim grunni sem þarf til að standast námskröfur í skyldunámskeiðum? Hvað sérð þú fyrir þér að leggja mesta áherslu á í starfsþjálfun (hagnýtingu atferlisgreiningar á sviði hegðunar-, náms- eða þroskafrávika)? Hefur þú tiltekið áhugasvið innan þessara fræða? Hver eru markmið þín að námi loknu? Annað sem þú vilt taka fram. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.