Hagnýt sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt sálfræði

Hagnýt sálfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er tveggja ára nám til 120 eininga. Það skiptist í kjörsviðin Klínísk sálfræði, Megindleg sálfræði, Samfélag og umhverfi og Skólar og þroski. Í náminu er boðið upp á starfsnám sem tengist viðfangsefni hvers kjörsviðs fyrir sig. Hagnýt sálfræði er góður grunnur fyrir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám. 

Um námið

MS-nám í hagnýtri sálfræði er verklegt og bóklegt framhaldsnám. Nemendur fá þjálfun í hagnýtingu kenninga og rannsóknarniðurstaðna og góðan undirbúning fyrir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám. Markmiðið er að dýpka skilning nemenda á sálfræðilegum úrlausnarefnum, kenningum og aðferðum.

Meira um námið.

Kjörsvið

Í MS-námi í hagnýtri sálfræði velur nemandi sér kjörsvið:

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA- eða BS-próf í sálfræði með fyrstu einkunn.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Maren Ósk Elíasdóttir
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Skólar og þroski

Námið er bæði hagnýtt og fræðilegt. Sveigjanleiki í námskeiðavali er sanngjarn og getur maður því sniðið námið að sínu áhugasviði innan skóla- og þroskasálfræði. Það sem ég kann best að meta við námið eru þverfræðilegu tengingarnar, það er tenging við þá hópa fagfólks sem maður kemur til með að vinna með á vinnumarkaði. Ég tel að nám í Hagnýtri sálfræði með áherslu á skóla og þroska gagnist þeim sem hafa áhuga á að vinna beint með börnum, foreldrum, fagfólki innan skóla og í öðrum tengdum stofnunum.

Birkir Einar Gunnlaugsson
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Samfélag og umhverfi

Námið er skemmtilegt og krefjandi. Við erum fá svo það skapast oft skemmtilegar umræður. Við fáum einnig æfingu í að tjá okkur í öruggu umhverfi. Við fáum innsýn í hversu vítt sviðið teygir sig og hvernig við getum haft áhrif á fólk. Frelsið í verkefnavinnunni er því sannarlega til staðar. Þá reynir á gagnrýna en ekki síst skapandi hugsun okkar. Ég tel að slíkt hjálpi manni klárlega þegar maður er kominn á vinnumarkaðinn.

Unnar Geirdal Arason
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Megindleg sálfræði

Ég hef áhuga á rannsóknum og þá sérstaklega í sálfræði. Nám í megindlegri sálfræði þjálfar nemendur í aðferðafræði rannsókna. Á sama tíma þjálfar námið upp gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og sterka þekkingu á sviði gagnaúrvinnslu. Ég er fullviss um að nám í megindlegri sálfræði hefur gert mig að betri rannsakanda sem mun nýtast mér hvar sem ég enda á vinnumarkaði.

Hrafnkatla Agnarsdóttir
framhaldsnemi í sálfræði, kjörsvið Klínísk sálfræði

Námið er mjög krefjandi en ég hef brennandi áhuga á því svo tíminn líður hratt. Við erum fá saman í bekk og urðum fljótt samheldinn hópur. Kennslan er persónuleg og kennararnir duglegir að hvetja mann áfram. Starfsnámið stóð upp úr að mínu mati því þar fær maður loksins að láta reyna á kunnáttu sína og færni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

MS-gráða í hagnýtri sálfræði veitir möguleika á doktorsnámi og margskonar sérfræðistörfum þar sem gerð er krafa um nákvæmni og vísindaleg vinnubrögð. MS-gráða í hagnýtri sálfræði veitir ekki starfsréttindi sálfræðings, nema kjörsviðið klínísk sálfræði, sem uppfyllir skilyrði reglugerðar nr. 1130/2012 um menntun til að hljóta starfsleyfi sem sálfræðingur

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Rannsóknir
  • Stjórnun
  • Stefnumótun
  • Ráðgjöf

Félagslíf

Félag framhaldsnema í sálfræði Eros er með öfluga starfsemi.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525-4240 og 525-5813
Netfang: saldeild@hi.is

Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 13-15
Lokað vegna sumarleyfa dagana 1. júlí til 4. ágúst