
Hagnýt sálfræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Meistaranám í hagnýtri sálfræði er tveggja ára nám til 120 eininga. Það skiptist í kjörsviðin Klínísk sálfræði, Megindleg sálfræði, Samfélag og umhverfi og Skólar og þroski. Í náminu er boðið upp á starfsnám sem tengist viðfangsefni hvers kjörsviðs fyrir sig. Hagnýt sálfræði er góður grunnur fyrir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
MS-nám í hagnýtri sálfræði er verklegt og bóklegt framhaldsnám. Nemendur fá þjálfun í hagnýtingu kenninga og rannsóknarniðurstaðna og góðan undirbúning fyrir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám. Markmiðið er að dýpka skilning nemenda á sálfræðilegum úrlausnarefnum, kenningum og aðferðum.

Kjörsvið
Í MS-námi í hagnýtri sálfræði velur nemandi sér kjörsvið:
BA- eða BS-próf í sálfræði með fyrstu einkunn.