Hagnýt sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýt sálfræði

Hagnýt sálfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er tveggja ára nám til 120 eininga. Í náminu er boðið upp á starfsnám sem tengist viðfangsefni hverrar línu fyrir sig. Hagnýt sálfræði er góður grunnur fyrir doktorsnám.
Námið skiptist í fjögur kjörsvið.

Um námið

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er verklegt og bóklegt framhaldsnám þar sem nemendur eru þjálfaðir í hagnýtingu kenninga og rannsóknarniðurstaðna og þeim veittur undirbúningur undir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám. Markmiðið er að dýpka skilning nemenda á sálfræðilegum úrlausnarefnum, kenningum og aðferðum.

Meira um námið.

Kjörsvið

Í MS-námi í hagnýtri sálfræði velur nemandi sér kjörsvið:

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Að jafnaði er námið opið þeim er lokið hafa 180 eininga BA/BS-námi í sálfræði með góðum árangri.
Námsgráður í sálfræði frá öðrum háskólum en Háskóla Íslands eru metnar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fjöldi nýrra nemenda í meistaranám í hagnýtri sálfræði takmarkast við 35.

Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn byggist val á eftirtöldum sjónarmiðum:
· Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða röðun aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði.
· Námi að loknu BS/BA-prófi í sálfræði
· Greinargerðum um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi. Hámark ein bls.
· Starfsreynslu umsækjenda
· Rannsóknareynslu og birtingu fræðigreina
· Meðmælabréfi
· Viðtölum

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

MS-gráða í hagnýtri sálfræði veitir ekki starfsréttindi sálfræðings en opnar á möguleika doktorsnámi og margskonar störfum þar sem gerð er krafa um nákvæmni og vísindaleg vinnubrögð.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Rannsóknir
  • Stjórnun
  • Stefnumótun
  • Ráðgjöf

Félagslíf

Félag framhaldsnema í sálfræði Eros er með öfluga starfsemi.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Odda, 1. hæð, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sími 525-4240
saldeild@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10-12 og 13-15:30

Netspjall