Skip to main content

Hagfræði, viðbótardiplóma

Hagfræði

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Hagfræði, viðbótardiplóma er nám, sem hægt er að sníða að bakgrunni og þörfum einstakra nemenda. Námið hentar vel fyrir nemendur, sem vilja kynna sér hagfræði, en skortir tæknilegan grunn.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Að jafnaði þarf umsækjandi fyrstu einkunn (7,25) úr fyrsta háskólaprófi, til þess að fá inngöngu í framhaldsnám í Hagfræðideild.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Björn Ívar Björnsson
Ásdís Kristjánsdóttir
Kristófer Már Maronsson
Lilja Sólveig Kro
Lilja Dögg Jónsdóttir
Björn Ívar Björnsson
Hagfræði

Námið er mjög praktísk og það er hægt að nota það sem við lærum í hagfræði við hvað sem er í lífinu hvort sem það er vinna eða eitthvað annað. Það sem er líka skemmtilegt er hvað það er yndislega gott fólk í hagfræðinni, við erum ekki mörg en þetta er ein stór fjölskylda og allir hjálpast að.

Ásdís Kristjánsdóttir
MS í fjármálahagfræði

Að loknu grunnnámi í verkfræði stóð valið á milli þess að halda áfram á sömu braut eða breyta um stefnu. Í ljósi þess að ég hafði áhuga á efnahagsmálum en skorti tengingu við fræðin varð hagfræðin fyrir valinu. Námið í hagfræði var bæði krefjandi og hagnýtt. Ég tel að námið hafi veitt mér góðan grunn fyrir þau verkefni sem ég er að takast á við og geri ráð fyrir að takast á við í framtíðinni.

Kristófer Már Maronsson
BS í hagfræði

Hagfræðinámið hefur opnað fyrir mér og fleirum nýja sýn á öllu í kringum okkur, við lærum ekki bara um peninga eða þjóðarframleiðslu heldur breytir lærdómurinn því hvernig nánast allar ákvarðanir í lífinu eru teknar. Námið er metnaðarfullt og krefjandi ásamt því að deildin er lítil og óhjákvæmilegt er að eignast nýja vini.

Lilja Sólveig Kro
BS í hagfræði

Hjá mér stóð valið á milli viðskiptafræði og hagfræði. Ég valdi hagfræði ég vildi takast á við krefjandi nám sem gefur góðan grunn fyrir framhaldsnám og ég taldi að með því að taka hagfræði væri ég ekki að loka neinum dyrum. Það sem mér fannst skemmtilegast við námið er hvað það er fjölbreytt.

Lilja Dögg Jónsdóttir
BS í hagfræði

Námið er mjög hagnýtt og nýtist hvar sem er, hvort sem í daglega lífinu eða á vinnumarkaði

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Um námið

Í náminu eru ekki gerðar sömu forkröfur og gerðar eru til þeirra sem fá inntöku í meistaranámi í hagfræði. 

Nemendur byggja upp grunn á fyrsta misseri námsins, með því að taka nauðsynleg námskeið á grunnnámsstigi í hagrænni stærðfræði og tölfræði. Nemendur taka grunnnámsnámskeið í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði á fyrstu misseri, hafi þeir ekki nauðsynlegan grunn í upphafi náms. Nemendur sem hafa nægilegan grunn í stærðfræði, tölfræði og hagfræði við inntöku, geta valið meistaranámskeið strax á fyrstu misseri. Námið býður upp á töluverða breidd í námskeiðavali og geta nemendur bæði valið hefðbundin hagfræðinámskeið og námskeið í fjármálum og fjármálahagfræði.

Texti hægra megin 

Að námi loknu

Hagfræðingar starfa á ólíkum sviðum og á breiðum vettvangi. Dæmi um störf má nefna fjármálageirann og þá við hagtengd viðfangsefni. Einnig starfa hagfræðingar víðs vegar hjá hinu opinbera og gegna þeir fjölbreyttum stöðum í stjórnsýslunni. Hagfræðingar hjá hinu opinbera vinna oft bæði við rannsóknir og hagnýt viðfangsefni á sviði efnahagsmála.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook