Um grunnnám í guðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Um grunnnám í guðfræði

Aðalviðfangsefni guðfræðinámsins er að skoða rætur kristindómsins í gyðinglegri hefð og sögulega þróun hans, allt frá tímum Nýja testamentisins til samtíðar okkar. Einnig er viðfangsefni guðfræðinnar að skoða samspil nútímasamfélagsins og kirkju nútímans. Nám til embættisprófs er starfsnám presta í Þjóðkirkjunni.

Um námið
Námið er þriggja ára (sex missera) grunnnám í guðfræði. Námið er 180 einingar og lýkur með BA-prófi. Full  námsframvinda á einu misseri miðast við 30 einingar. Kjarni BA-námsins er 60 einingar, þ.e. námskeiðin á fyrsta ári.

Að loknu fyrsta ári velja nemendur hvort þeir ljúka BA-prófi sem er óháð embættisprófi eða kjósa að stefna að embættisprófi. Þau sem ekki stefna að embættisprófi hafa frjálst val um önnur námskeið sem þeir taka, 110 einingar, auk 10 eininga BA-ritgerðar. Þeir nemendur sem hyggjast ljúka mag.theol.-námi, embættisprófi, taka hebresku á fyrsta ári í stað framsetningar guðfræðilegrar siðfræði.

Ef námið er tekið sem undanfari mag.theol.-gráðu, embættisprófs í guðfræði, er samsetning námsins bundin eftir fræðasviðum guðfræðinnar og ekki er boðið upp á valnámskeið.

Markmið kjarna námsins er að stúdentar geti gert greinarmun á fræðilegum skýringum og annars konar skýringum á guðfræðilegum álitamálum og kunni skil á helstu rannsóknaraðferðum sem beitt er í einstökum greinum guðfræðinnar.

Námsleiðir

  • BA-nám í guðfræði
  • BA-nám í guðfræði, djáknanám
  • Mag.theol.-nám í guðfræði, nám til embættisprófs
  • Meistaranám í guðfræði
  • Doktorsnám í guðfræði

Nám til embættisprófs er alls 300 e: þriggja ára, 180 e,  BA-nám, sem er bundið (þ.e. engin valnámskeið) og 120 e mag.theol.-nám. Kennslugreinarnar eru: gamlatestamentisfræði, nýjatestamentisfræði, trúfræði, siðfræði, kirkjusaga, almenn trúarbragðafræði og praktísk guðfræði.
 
Nám til BA-prófs er 180 e. Þar af þarf stúdent að taka minnst 120 e í deildinni og af þeim eru 60 e bundnar í kjarna. Kjarninn samanstendur að mestu af sömu inngangsnámskeiðum og eru til embættisprófsins, að tungumálunum forngrísku og hebresku slepptum. Önnur námskeið getur stúdent valið eftir áhugasviði í samráði við kennara og jafnvel tengt við nám í öðrum greinum, s.s. heimspeki, sagnfræði, þjóðfræði eða kynjafræði.

Nám í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild fer fram í fyrirlestrum og verkefnavinnu stúdenta.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.