Um framhaldsnám í guðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Um framhaldsnám í guðfræði

Námið er einstaklingsbundið og velur nemandi sér lesnámskeið, námskeið eða ritgerðarefni í samráði við kennara. Stefnt er að því að nemandinn geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður í breiðu eða þverfaglegu samhengi sem tengist guðfræðilegum rannsóknum, kennslu, kirkjustarfi eða á öðrum vettvangi þar sem guðfræðileg þekking nýtist. Nemandinn kynnist rannsóknaraðferðum á sviði guðfræði og verður læs á rannsóknir og niðurstöður þeirra.

Um námið
Meistaranám í guðfræði er 60 e fyrir stúdenta sem hafa lokið embættisprófi í guðfræði en 120 e hafi stúdent lokið BA-prófi í guðfræði. Doktorsnám í guðfræði er minnst 180 e að loknu meistara- eða kandidatsnámi.

Doktorsnám
Um er að ræða þriggja ára rannsóknanám. Umsækjendur um doktorsnám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er lokið hafa Mag. theol. prófi frá deildinni skulu ljúka 60 ein. MA námi við deildina. Námið skal samanstanda af aðferðafræðinámskeiðum á meistarastigi (F námskeiðum) á sviði hug og/eða félagsvísinda (að lágmarki 20 ein.) og rannsóknarritgerð (30 ein.) Heimilt er að ritgerðin fjalli um skylt efni og fyrirhuguð doktorsritgerð sbr. 25 grein námskipunarreglna um meistara- og doktorsnám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Heimilt er að meta allt að 60 einingar úr mag.theol námi umsækjenda sem ásamt ofangreindum 60 einingum mynda þá MA próf í guðfræði. 

Við námslok er þessa krafist:

  • Að nemandinn búi yfir yfirgripsmiklum og djúpum skilningi á helstu kenningum, grundvallaratriðum, hugtökum og nýjustu þekkingu sem völ er á innan guðfræði eða trúarbragðafræða. Þekkingin skal vera dýpri en sú þekking sem nemandi tileinkaði sér á fyrri stigum náms.

  • Að nemandinn hafi lagt til mikilvægar nýjungar í framlagi til fræðanna í formi nýrrar þekkingar, frumlegrar nýtingar eða túlkunar á þeirri þekkingu sem fyrir er.

  • Að nemandinn þekki þau kerfi sem notuð eru við fjármögnun rannsókna og mat á þeim og hafi skilning á hvernig rannsóknir eru hagnýttar í akademískum sem menningar- og samfélagslegum tilgangi.

Húsnæði
Kennsla Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar fer að mestu leyti fram á annarri hæð í Aðalbyggingu Háskólans og þá sérstaklega í stofu 229, gegnt Háskólakapellunni.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.