Um djáknanám | Háskóli Íslands Skip to main content

Um djáknanám

Djáknanám er starfsréttindanám sem miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum.

Djáknaembættið er sérstakt embætti innan kirkjunnar og eru djáknar því vígðir af biskupi.
Tvær námsleiðir eru í boði.

  • 180 e BA-nám með áherslu á greinar sem tengjast starfssviði djákna.

  • 60 e framhaldsnám sem viðbót við annað starfstengt háskólanám, einkum á sviði félagsráðgjafar, uppeldis- og hjúkrunarfræði.

Forkröfur
Um BA-námið gilda almenn inntökuskilyrði H.Í., þ.e. stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun. Fyrir 60 e námið er krafist háskólaprófs í uppeldis- eða heilbrigðisfræðum, s.s. kennslu- eða hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf eða sálarfræði. Aðeins er innritað í 60 e námið (viðbótarnám) annað hvert ár. 

Námið
Þriggja ára djáknanám til BA.-prófs er 180 e sem samanstendur af:

  • 60 e kjarna, önnur námskeið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

  • 54 e, bundið val á Félagsvísindasviði 34 e,

  • 20 e  val

  • BA ritgerð 10 e.

Kjarninn er sameiginlegur öllum þeim sem taka BA.-próf í guðfræði. Þar eru ýmis inngangsnámskeið í guðfræði, s.s. gamla- og nýjatestamentisfræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum. Í viðbótarnámskeiðum er meira farið út í hin ýmsu málefni sem tengjast djáknastarfinu beint, s.s. sálgæslu, guðfræði díakoníunnar, trúarlífssálarfræði og trúarlífsuppeldis- og kennslufræði Bundna valið samanstendur af námskeiðum í Félags- og mannvísindadeild.

Jafnhliða djáknanáminu er starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar sem er skilyrði til starfsréttinda.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.