Skip to main content

Um djáknanám

Djáknanám er starfsréttindanám sem miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum.

Djáknaembættið er sérstakt embætti innan kirkjunnar og eru djáknar því vígðir af biskupi.
Tvær námsleiðir eru í boði.

  • 180 e BA-nám með áherslu á greinar sem tengjast starfssviði djákna.

  • 60 e framhaldsnám sem viðbót við annað starfstengt háskólanám, einkum á sviði félagsráðgjafar, uppeldis- og hjúkrunarfræði.

Forkröfur
Um BA-námið gilda almenn inntökuskilyrði H.Í., þ.e. stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun. Fyrir 60 e námið er krafist háskólaprófs í uppeldis- eða heilbrigðisfræðum, s.s. kennslu- eða hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf eða sálarfræði. Aðeins er innritað í 60 e námið (viðbótarnám) annað hvert ár. 

Námið
Þriggja ára djáknanám til BA.-prófs er 180 e sem samanstendur af:

  • 60 e kjarna, önnur námskeið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

  • 54 e, bundið val á Félagsvísindasviði 34 e,

  • 20 e  val

  • BA ritgerð 10 e.

Kjarninn er sameiginlegur öllum þeim sem taka BA.-próf í guðfræði. Þar eru ýmis inngangsnámskeið í guðfræði, s.s. gamla- og nýjatestamentisfræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum. Í viðbótarnámskeiðum er meira farið út í hin ýmsu málefni sem tengjast djáknastarfinu beint, s.s. sálgæslu, guðfræði díakoníunnar, trúarlífssálarfræði og trúarlífsuppeldis- og kennslufræði Bundna valið samanstendur af námskeiðum í Félags- og mannvísindadeild.

Jafnhliða djáknanáminu er starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar sem er skilyrði til starfsréttinda.