Skip to main content

Grunnskólakennsla yngri barna, MT.

Grunnskólakennsla yngri barna

120 einingar - MT gráða

. . .

MT-námið býr nemendur undir kennslu yngri barna í grunnskóla. Í náminu er fengist við fjölbreytt viðfangsefni kennarastarfsins, m.a. hlutverk umsjónarkennara, samstarf heimila og skóla, teymisvinnu og þróunarstarf. Nemendur öðlast færni í að rannsaka kennslu og að nýta sér rannsóknir annarra til þróunar skólastarfs. 

Um námið

M.T.-námið er tveggja ára 120 eininga nám. Fjallað er um sýn á börn og nám í nútímasamfélagi, grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum. Rík áhersla er á vettvangsnám og fær hver nemandi sinn heimaskóla.

Kjörsvið:

  • Nám og kennsla á mótum leik- og grunnskóla 
  • Læsi og lestrarkennsla
  • Kennsla barna af erlendum uppruna

Nýr valkostur í kennaranámi

Boðið er upp á MT-námsleiðir (e. Master of Teaching) fyrir þá sem stefna á kennaranám. Þessar námsleiðir fela það í sér að nemandi getur tekið kennslufræðitengd námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Bakkalárpróf (B.Ed.) í grunnskólakennarafræði/grunnskólakennslu yngri barna með fyrstu einkunn (7,25) eða hærra.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Meistaragráða veitir rétt til að sækja um leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Með sérstöku vali geta nemendur á kjörsviðinu kennsla ungra barna í grunnskóla að auki fengið heimild til að starfa með elstu börnum leikskóla. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í grunnskóla
  • Sérfræðistörf innan menntakerfisins

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Uppeldis- og menntunarfræðiMenntunarfræði leikskóla, M.Ed.Mál og læsi, M.Ed.
Þú gætir líka haft áhuga á:
Uppeldis- og menntunarfræðiMenntunarfræði leikskóla, M.Ed.
Mál og læsi, M.Ed.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs 

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is