
Grunnskólakennsla yngri barna
120 einingar - M.Ed. gráða
M.Ed.-námið býr nemendur undir kennslu yngri barna í grunnskóla. Í náminu er fengist við fjölbreytt viðfangsefni kennarastarfsins, m.a. hlutverk umsjónarkennara, samstarf heimila og skóla, teymisvinnu og þróunarstarf. Nemendur öðlast færni í að rannsaka kennslu og að nýta sér rannsóknir annarra til þróunar skólastarfs.

Um námið
M.Ed.-námið er tveggja ára 120 eininga nám. Fjallað er um sýn á börn og nám í nútímasamfélagi, grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum. Rík áhersla er á vettvangsnám og fær hver nemandi sinn heimaskóla.
Kjörsvið:
- Nám og kennsla á mótum leik- og grunnskóla
- Læsi og lestrarkennsla
- Kennsla barna af erlendum uppruna

Launað starfsnám og eitt leyfisbréf
Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í 50% launuðu starfsnámi á lokaári sínu og þeir sem velja M.Ed. leið skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð. Allir kennaranemar útskrifast með leyfisbréf með heimild til kennslu á þremur skólastigum.
B.Ed.-próf í grunnskólakennarafræði/grunnskólakennslu yngstu barna með fyrstu einkunn (7,25) eða hærra.