Gríska | Háskóli Íslands Skip to main content

Gríska

Gríska

BA gráða

. . .

Menntun í grísku og fornfræði veitir einstaka sýn í menningarsögu Evrópu og tækifæri til frekari rannsókna í hugvísindum. Hvort sem um er að ræða bókmenntasögu og heimspeki, mannkynssögu eða listasögu er menntun í fornfræði undirstöðuþáttur til skilnings á vestrænum menningararfi.

Um námið

Markmið með námi í grísku er að veita nemendum innsýn í fornaldarmenningu Grikkja og gera þá færa um að lesa og túlka heimildir og texta, sem eru afsprengi þeirrar menningar, enda er það lykillinn að frekari rannsóknum á klassískri menningu fornaldar og arfi hennar í nútímanum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Starfsmöguleikar í grísku, latínu og klassískum fræðum (eða fornfræði) geta verið afar fjölbreytilegir. Fornfræði- og fornmálanám veitir í raun einstaka blöndu þjálfunar ólíkrar fræðilegrar hæfni: í tungumálum og málfræðigreiningu, sagnfræði og bókmenntafræði. Vegna fjölbreytileika síns eflir fornfræðin bæði greinandi og heildræna hugsun nemandans auk málakunnáttu um leið og hún stuðlar að skilningi á eðli ólíkra heimilda, gagnrýninni heimildavinnu og næmum lesskilningi texta af ýmsu tagi. Þetta er hugvísindamenntun par excellence. Fornmálanám við Háskóla Íslands miðar þess vegna að því að sinna því hlutverki sem háskólanám á umfram allt að gegna: að þroska nemendur vitsmunalega og efla með þeim gagnrýnið hugarfar, nákvæmni og góð vinnubrögð.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir.
  • Kennsla.
  • Blaðamennska.
  • Ritstörf.
  • Útgáfu af ýmsu tagi.
  • Ferðaþjónusta
  • Stjórnmál.

Félagslíf

Nemendafélag grísku- og latínunema heitir Carpe Diem og hefur verið starfrækt frá árinu 1976. Það hefur m.a. staðið fyrir árlegri árshátíð nemenda og kennara og hefur spjallhóp á Facebook þar sem eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur auk kennara. Carpe Diem skipar námsnefndarfulltrúa sem er boðið til samráðs í árlegri vinnu um námsframboð.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.